Sundlaugar í Garðabæ

Í Garðabæ eru reknar tvær almenningssundlaugar, í Ásgarði og við Breiðumýri á Álftanesi.

Aðgangsmiðar sundlauganna á Garðakortum, jafnt á stafrænum kortum sem og á plastkortum, gilda í báðar laugarnar jafnt. 

Gjaldskrá sundlauga má finna hér.

Garðakortið og stafrænt sundkort

Upplýsingar um Garðakortið, aðgöngukort í sundlaugar í Garðabæ má finna hér. Nú er hægt að kaupa stafrænt sundkort sem fer í snjallsíma og veitir aðgang að sundlaugunum. Kortin er hægt að kaupa á slóðinni gardakort.is.  Kortin eru gjaldfrjáls fyrir 17 ára og yngri og fyrir 67 ára og eldri og geta báðir aldurshópar sótt sér stafrænu kortin í símana. Aðrir hópar sem fá gjaldfrjálsan aðgang í sundlaugar, svo sem öryrkjar, geta einnig fengið stafrænt kort eftir að búið er að skrá viðkomandi í afgreiðslu sundlauganna.

Plastkortin verða áfram í notkun um óákveðinn tíma. Inneign á plastkortunum er ekki færanleg yfir á stafrænu kortin.

Opnun sundlauga á helgidögum

Hér að neðan má sjá upplýsingar um opnun sundlauga á helgidögum.

Helgidagur Ásgarðslaug Álftaneslaug
Skírdagur 06:30-22:00 06:30-22:00
Föstudagurinn langi LOKAÐ LOKAÐ
Páskadagur LOKAÐ LOKAÐ
Annar í páskum 06:30-22:00 06:30-22:00
Sumardagurinn fyrsti 06:30-22:00 06:30-22:00
1. maí LOKAÐ LOKAÐ
Uppstigningardagur 06:30-22:00 06:30-22:00
Hvítasunnudagur 08:00-18:00 10:00-18:00
Annar í hvítasunnu 06:30-22:00 06:30-22:00
17. júní LOKAÐ 10:00-14:00
Frídagur verslunarmanna 06:30-22:00 06:30-22:00
Þorláksmessa Venjuleg opnun Venjuleg opnun
Aðfangadagur (06:30) 08:00-11:30 (06:30) 09:00-11:30
Jóladagur LOKAÐ LOKAÐ
Annar í jólum (25. desember) LOKAÐ LOKAÐ
Gamlársdagur (31. desember) (06:30) 08:00-11:30 (06:30) 09:00-11:30
Nýársdagur (1. janúar) LOKAÐ LOKAÐ

Ásgarðslaug

Ásgarðslaug

Íþróttamiðstöðin Ásgarði

Álftaneslaug

v/ Breiðumýri