• Ásgarðslaug

Ásgarðslaug

Íþróttamiðstöðin Ásgarði

Ásgarðslaug er í íþróttamiðstöðinni Ásgarði, sími: 550 2300

 ATH Fjöldatakmarkanir gilda. Sundlaugar geta tekið á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta eða um 100 hverju sinni. Fjöldatakmarkanir gilda ofan í heitu pottana og sundlaugargestir eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða 2 metra fjarlægðarreglu.

Sundlaugin er opin:

mánudaga til föstudaga 06:30 til 22:00
laugardaga til sunnudaga 08:00 til 18:00

Opið í Ásgarðslaug um hvítasunnuhelgina, hvítasunnudag og annan í hvítasunnu.
Laugardag 22. maí kl. 08:00 - 18:00
Hvítasunnudag 23. maí kl. 08:00-18:00
Annar í hvítasunnu, mánudag 24. maí kl. 06:30-22:00.

Í Ásgarði er æfinga- og keppnisaðstaða íþróttafólks á öllum aldri, almenningssundlaug, fimleikahús, fjölnotasalir og þreksalur fyrir almenning sem fylgir aðgangi að sundlaug.

Fjöldi í Ásgarðslaug:

Rauntölur um fjölda gesta í Ásgarðslaug sl. klukkustund.

Í Ásgarðslaug er:

25m sundlaug með 5 sundbrautum, hitastigið er 29°C
Barnalaug, 65 cm djúp og 32°C heit
Vaðlaug og yngribarna rennibraut, 35°C heit
Tveir heitir pottar með nuddi, annar 39°C og hinn 42°C
Kaldur pottur 6-8°C
Eimbað 47°C

Tveir bunustútar eru í barnalauginni til að fá nudd á herðarnar.

Fyrsta flokks aðstaða er fyrir hreyfihamlaða í búningsklefum og hjólastólalyfta sem flytur fólk ofan í laugina. Útiklefar eru fyrir hvort kyn.

360° mynd af sundlaugarsvæðinu í Ásgarði

Gestum er bent á að aðgangskort gilda í bæði Ásgarðslaug og Álftaneslaug.

Sjá gjaldskrá Sundlauga Garðabæjar.