Álftaneslaug

v/ Breiðumýri

ATH Fjöldatakmarkanir gilda. Sundlaugar geta tekið á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta eða um 100 hverju sinni.  Fjöldatakmarkanir gilda ofan í heitu pottana og sundlaugargestir eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða 2 metra fjarlægðarreglu.

Sundlaugin er opin:

mánudaga til föstudaga 06:30 til 21:00
laugardaga til sunnudaga 09:00 til 18:00
Opið í Álftaneslaug um hvítasunnuhelgina, hvítasunnudag og annan í hvítasunnu.
Laugardag 22. maí kl. 09 - 18
Hvítasunnudag 23. maí kl. 09-18
Annar í hvítasunnu, mánudag 24. maí kl. 06:30-21:00.

Fjöldi í Álftaneslaug:

Rauntölur um fjölda gesta í Álftaneslaug sl. klukkustund.

Sundlaugar, öldulaug, vatnsrennibraut, heitir pottar og gufuböð

Í Álftaneslaug er innanhússlaug sem er 12 sinnum 8 metrar í opnu rými með útsýni yfir útisundlaugasvæðið. Þar er aðstaða fyrir foreldra með ung börn hvort sem er fyrir leik eða fyrstu sundtökin.

Í Álftaneslaug er einnig 25 metra útilaug, tveir heitir pottar 39°C og 42°C,           kalt ker 4-5°C, buslulaug, eimbað (gufubað) og sauna (þurrgufa) sem mynda útisvæði í fallegu umhverfi Álftaness.

 Í Álftaneslaug er mjög góð aðstaða fyrir fatlað fólk.

360°mynd af útisvæðinu í Álftaneslaug

Í sundlaugargarðinum er eina öldulaug landsins. Þar er líka 10 metra há og 80 metra löng vatnsrennibraut. 

Samflot í sundlauginni

Boðið hefur verið upp á Samflot í Álftaneslaug. Samflot er hugsað sem vettvangur fyrir fólk til að koma saman og njóta fljótandi slökunar og jafnvel hugleiðslu.

Dagsetningar fyrir næsta vetur verða settar inn í viðburðadagatalið á vefnum .

www.facebook.com/flothetta 

ATH Gym heilsa heilsuræktin í Álftaneslaug er lokuð tímabundið vegna samkomutakmarkana.

mánudaga til fimmtudaga 06:30 til 21:00 
laugardaga og sunnudaga 10:00 til 18:00

Sjá gjaldskrá Sundlauga Garðabæjar.

Vefur Gym heilsu heilsuræktar