Listadagar barna og ungmenna
Listadagar barna og ungmenna hafa verið haldnir í Garðabæ frá árinu 2003. Listadagarnir hafa verið haldnir á u.þ.b. tveggja ára fresti.
Mikil gróska er í alls konar listsköpun í skólum bæjarins, þ.e. í leikskólum, grunnskólum, Tónlistarskóla Garðabæjar og Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Jafnframt fer fram skapandi starf í félagsmiðstöðvum og fjöldi ungra Garðbæinga stundar listsköpun á eigin vegum í Garðabæ eða annars staðar. Á listadögunum er ætlunin að reyna draga fram og bjóða til sýningar og flutnings fjölbreytileg verk eftir mismunandi aldurshópa. Síðustu listadagar voru haldnir 19.-29. apríl 2018.
Merki listadaga
Skólar og stofnanir í Garðabæ geta hlaðið niður merki listadaga og notað að vild í tengslum við listadaga barna og ungmenna. Merkin eru eingöngu ætluð til notkunar við Listadaga barna og ungmenna í Garðabæ.
- Listadagagrímur - til að klippa út og föndra (pdf-skjal)
- Listadagaplakat - til að merkja viðburði í skólum og stofnunum (pdf-skjal)
Smellið á myndirnar til að stækka þær.