Hreinsunarátak og vorhreinsun 2024

Gerum Garðabæ að snyrtilegasta bæ landsins!

Gróður á lóðum - leiðbeiningar um alhliða ræktun 

Árlegt hreinsunarátak Garðabæjar verður að þessu sinni dagana 22. apríl – 6. maí 2024 en þá eru nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar hvattir til að taka þátt. Hópar geta sótt um að fá úthlutuð svæði til að hreinsa í sínu nærumhverfi og geta fengið styrk í fjáröflunarskyni eða til að halda grillveislu í lok góðrar tiltektar. Áhugasamir hópar geta haft samband við verkefnastjóra garðyrkjudeildar  lindajo@gardabaer.is.

Íbúar eru hvattir til að sýna gott fordæmi með því að taka nærumhverfi í fóstur og hlúa að því. Starfsmenn bæjarins munu hirða upp alla poka og annað eftir ruslatínslu bæjarbúa, hópa eða einstaklinga. Hægt er að nálgast poka í áhaldahúsinu við Lyngás 18 og þátttakendur eru hvattir til að flokka plast sérstaklega frá öðru rusli í glæran plastpoka.  Þátttakendur eru beðnir um að fylla ekki poka þannig að þeir verði of þungir. 

Götusópun hófst í mars  á aðalgötum og í maí verða íbúðagötur sópaðar.

Vorhreinsun lóða 8.-21. maí

Eins og síðustu ár eru Garðbæingar hvattir til að hreinsa lóðir sínar í sameiginlegu átaki dagana 8.- 21. maí. 

Að þessu sinni mun Garðabær koma fyrir ríflega 30 gámum um bæinn til að taka á móti garðaúrgangi sem íbúar koma sjálfir í gámana. Fjöldi gáma endurspeglar þann mikla dugnað sem Garðbæingar hafa sýnt í vorhreinsun sinni.

Eldri borgurum og þeim sem þurfa aðstoð við að koma garðaúrgangi í gámana er bent á að hafa samband við þjónustumiðstöð Garðabæjar, sem verður þeim innan handar.

(Smelltu á myndina til að sjá hana í fullri stærð)

 240320-Gardabaer-Vorhreinsun-A3-002-_1711464663752

Staðsetningu gáma má finna hér í PDF skjali