Friðlýst svæði

Svæði á landi og í sjó sem eru friðlýst eða njóta verndar samkvæmt lögum, þ.e. náttúruvætti (sérstæðar náttúrumyndanir), friðlönd, þjóðgarðar

Náttúruvernd í Garðabæ er umfangsmikil, auk hverfisverndaðra svæða. 

Friðlýst svæði, A-hluti náttúruminjaskrár

  • Kasthúsatjörn og aðliggjandi fjara, friðland og fólkvangur.
  • Hlið á Álftanesi, fólkvangur.
  • Gálgahraun, friðland.
  • Skerjafjörður innan bæjarmarka Garðabæjar fyrir sameiningu, búsvæðavernd.
  • Garðahraun, Vífilsstaðahraun og Maríuhellar, fókvangur.
  • Vífilsstaðavatn og nágrenni, friðland.
  • Reykjanes- og Bláfjallafólkvangar eru að hluta í landi Garðabæjar. 
  • Bessastaðanes

Hverfisvernd

  • Lambhúsatjörn.
  • Skógtjörn
  • Balatjörn og umhverfi.
  • Urriðavatn, Dýjamýri, Hrauntangi og Urriðakotslækur.
  • Grunnuvötn.
  • Urriðakotshraun.


Yfirlitskort sem sýnir friðlýst svæði í Garðabæ (pdf-skjal)