Deiliskipulag
Deiliskipulag er áætlun fyrir afmarkað svæði eða reiti innan sveitarfélagsins sem er byggð á aðalskipulagi, þar kemur fram nánari útfærsla þess.
Í deiliskipulagi eru teknar ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingarreiti, byggðamynstur, þ.m.t. nýtingarhlutfall, útlit mannvirkja og form eftir því sem við á og aðrar skipulagsforsendur sem þurfa að liggja fyrir vegna byggingar- og framkvæmdaleyfa.
Deiliskipulagsáætlanir eru í gildi fyrir alla byggð í Garðabæ að undanskildum Vífilstöðum. Óbyggt land er að mestu ódeiliskipulagt en unnið er að deiliskipulagningu Heiðmerkur innan Garðabæjar.
Deiliskipulagsáætlanir og samþykktar breytingar eru aðgengilegar á bæjarskrifstofum og á skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.
Lóðarblöð(mæliblöð og hæðarblöð) er hægt að fá hjá Tækni-og umhverfissviði.