Deiliskipulag

Deiliskipulag er áætlun fyrir afmarkað svæði eða reiti innan sveitarfélagsins sem er byggð á aðalskipulagi, þar kemur fram nánari útfærsla þess. 

Í deiliskipulagi eru teknar ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingarreiti, byggðamynstur, þ.m.t. nýtingarhlutfall, útlit mannvirkja og form eftir því sem við á og aðrar skipulagsforsendur sem þurfa að liggja fyrir vegna byggingar- og framkvæmdaleyfa. 

Allt skipulag er auglýst á heimasíðu Garðabæjar og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.


Skjamynd-2025-01-28-154407

Öll deiliskipulög ásamt mæli- og hæðarblöð eru aðgengileg á kortvef Garðabæjar

Nánari upplýsingar um gerð og ferli deiliskipulags má nálgast á heimasíðu Skipulagsstofnunar.