Skólagarðar í Silfurtúni

Skólagarðar eru í Silfurtúni og er aðkoma að þeim við leikskólann Bæjarból. Skólagarðarnir eru fyrir börn á aldrinum 6 - 13 ára. Leiðbeinandi verður á staðnum börnum til aðstoðar.

Skráning í skólagarða fer fram á staðnum frá 3 júní, forráðamenn eru skráðir fyrir skólagjaldinu. Eftir skráningu og val barnsins á garði, verður forráðamanni sendur greiðsluseðill fyrir skólagjaldi, 5.500 kr sem er efnisgjald.

Garðarnir eru opnir á virkum dögum kl. 8:00-16:00 og er þar góð aðstaða til dvalar og leikja. Athugið að skólagarðar eru ekki daggæsla.

Eldriborgurum býðst að leigja garð í skólagörðunum eftir 7. júní.

Sjá einnig upplýsingar um matjurtagarða hér.

Nánari upplýsingar veitir:

Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri,
netfang: smarig@gardabaer.is