Bókasafn Garðabæjar

Upplýsinga- og menningarstofnun Garðbæinga

Bókasafn Garðabæjar starfrækir tvö bókasöfn og býður upp á fjölbreytta þjónustu og aðstöðu þar sem er hægt að grúska, nýta prentara, ljósritunarvél, skanna, þrívíddarprentara, njóta samveru, lesa og læra.

Bókasafn Garðabæjar er í stöðugri þróun. Starfsfólk leggur sig fram við að bjóða upp á spennandi safnkost, faglega upplýsingaþjónustu, skemmtilega og fjölbreytta viðburðadagskrá. Ýmis gögn og hlutir eru lánaðir út af bókasafninu t.d. ýmsar tegundir af spilum, Playstation leikir og Nintendo leikir. Hægt er að fá Nintendo Switch leikjatölvu að láni á fullorðinsskírteini. Einnig eru borðspil, barnaspil, teningaspil, sígild spil, hlutverkaspil auk tímarita og bóka.

Starfsfólk tekur vel á móti nýjum hugmyndum og er tilbúið að styðja við og taka þátt í alls konar verkefnum sem eiga heima á bókasafninu og samlagast gildum þess. 

Bókasafn Garðabæjar

Garðatorgi 7
sími: 591 4550

Bókasafnið er opið virka daga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 11-15. Athugið að frá miðjum júní til miðjan ágúst er lokað á laugardögum.

Álftanessafn í Álftanesskóla

v/ Eyvindarstaðarveg Álftanesi
Sími: 591 4560

Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 14-18
Fyrsta laugardag í mánuði kl. 12-15
Sumartími 10. júní til 15. ágúst: miðvikudaga og fimmtudaga kl. 14-18

Vefur bókasafnsins bokasafn.gardabaer.is