Sumarstörf 2024 fyrir 17 ára

Starfsheiti og starfslýsingar á sumarstörfum í Garðabæ árið 2024. Sótt er um störfin á ráðningarvef Garðabæjar. 

Umsóknarfrestur um sumarstörf hjá Garðabæ er til og með 4 mars nk.

Störf fyrir 17 ára (einstaklingar fæddir 2007)


Umhverfishópar


Auglýst er eftir starfsmönnum til starfa í umhverfishópum.


Starfssvið:

Störfin eru fjölbreytt og starfsvettvangur hópanna er bæði utan byggðar og í byggð.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

  • Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2007
  • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
  • Krafist er góðrar ástundunar og dugnaðar
  • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2007 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

Vinnutími er 6 tímar á dag í 6 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2007).


Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2024.


Nánari upplýsingar:

Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri

Netfang: smarig@gardabaer.is

Sími: 591 4579

Fjölbreytt störf í stofnunum 

Störf í leikskólum Garðabæjar


Auglýst er eftir sumarstarfsmönnum til aðstoðar/afleysingar í leikskólum Garðabæjar. Sjá nánar listann hér fyrir neðan.

Markmið starfsins:

Að gefa ungmennum tækifæri til að taka þátt í hinum ýmsu störfum innan leikskóla. Starfið er fjölbreytt og skapandi.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

  • Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2007
  • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
  • Krafist er góðrar ástundunar, virkni og vinnusemi
  • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2006 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

Vinnutími er 6 tímar á dag í 6 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2007).

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2024.


Nánari upplýsingar:

Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri

ingath@gardabaer.is

Sími 525 8500

Í boði eru störf á eftirtöldum leikskólum:

Starf á leikskólanum Ökrum

Starf á leikskólanum Bæjarbóli

Starf á leikskólanum Holtakoti

Starf á leikskólanum Hæðarbóli

Starf á leikskólanum Kirkjubóli

Starf á leikskólanum Krakkakoti

Starf á leikskólanum Lundabóli

Starf á leikskólanum Mánahvol

Starf á leikskóladeild Sjálandsskóla

Starf á leikskólanum Sunnuhvol

Starf á leikskóladeild Urriðaholtsskóla

Þjónusta við eldri borgara í Jónshúsi


Tækifæri fyrir ungmenni að taka þátt í hinum ýmsu störfum með Heldri borgurum. Starfið er fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt.

Helstu verkefni:

  • Dagleg verkefni í Jónshúsi, félagsmiðstöð
  • Afgreiðsla í kaffiteríu
  • Frágangur í eldhúsi og sal
  • Aðstoða við viðburði/skemmtanir eftir þörfum
  • Gluggaþrif og tiltekt
  • Önnur verkefni

Hæfniskröfur:

  • Vera fædd/-ur árið 2007
  • Hafa lögheimili í Garðabæ
  • Rík þjónustulund
  • Jákvæðni og ábyrgðarkennd
  • Snyrtimennska og góð ástundun

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2007 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

Vinnutími er 6 tímar á dag í 6 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur 2007).

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2024.

Nánari upplýsingar:

Elín Þ. Þorsteinsdóttir, umsjónamaður í félagsstarfi eldri borgar

elinthorste@gardabaer.is
Sími 617-1601


Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga


Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

  • Umsækjendur skulu vera fæddir 2007
  • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
  • Krafist er góðrar ástundunar og dugnaðar
  • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2007 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

Vinnutími er 6 tímar á dag í 6 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2007).


Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2024.

Nánari upplýsingar:

Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri

ingath@gardabaer.is

Sími 525 8500

Hægt er að sækja um störf á eftirtöldum stöðum:

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga -Vífill

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga -UMFÁ

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga -TFG

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga -GÁ golfklúbbur

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - Svanir

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - Stjarnan

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga – Oddur vallarstarfsmenn

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstunda - Klifið

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - GKG vallarstarfsmenn

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - GKG námskeið

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - Draumar

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga – hestamannafélagið Sóti


Vinnuskóli fyrir ungmenni 14-16 ára

Upplýsingar um vinnuskólann má nálgast hér.