Gróður og ræktun

Garðyrkjudeild sér um hirðingu og viðhald opinna svæða í bæjarlandi.

Trjágróður

Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur.  Garðeigendur eru minntir á að byggingarreglugerð nr. 112/2012 gr. 7.2.2  setur garðeigendum þá skyldu á herðar að halda gróðri innan lóðarmarka.

Matjurta- og skólagarðar

Garðbæingum gefst kostur á að leigja garða til ræktunar matjurta á sumrin. Skólagarðar eru í Silfurtúni fyrir börn á aldrinum 6-13 ára.

Garðyrkjudeild 

Forstöðumaður: Smári Guðmundsson garðyrkjustjóri 
netfang: smarig@gardabaer.is

Hlutverk Garðyrkjudeildar:

  • Sér um uppbyggingu, hirðingu og viðhald opinna svæða, leiksvæða og stofnanalóða, leikskóla- og skólalóða.
  • Sér um uppbyggingu, hirðingu og viðhald sparkvalla, körfuboltavalla og hjólabrettasvæða.
  • Sér vinnuskóla fyrir verkefnum og fer með umsjón og rekstur skólagarða í Silfurtúni, sem eru starfræktir í júní og júlí.
  • Hefur umsjón með leigu garðlanda og matjurtareita til almennings, sem starfræktir eru frá maí til sept. Garðarnir eru leigðir út tættir og merktir.
  • Ráðgjöf til íbúa er veitt hvað varðar hirðingu gróðurs á lóðum.