Rökkvan
Listræn stjórn er í höndum ungra listamanna í Garðabæ.
Rökkvan er árleg listahátíð með áherslu á grasrótina. Ungt listafólk fær tækifæri til að koma fram og flytja tónlist og sýna hönnun, myndlist og handverk. Þá eru fengnar sérstakar fyrirmyndir til að koma fram á kvöldtónleikum. Hátíðin er haldin þegar rökkva tekur og fer fram á göngugötunni Garðatorgi.
Listræn stjórn er í höndum ungra listamanna í Garðabæ.
Aðgangur á Rökkvuna er ókeypis en hátíðin er á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar.
Upplýsingar um dagskrá má finna á facebooksíðu Rökkvunnar nær dregur hátíðinni.