Skipulagsmál

Skipulag er vettvangur stefnumótunar sveitarfélagsins um mikilvæg viðfangsefni sem snerta þróun þess. Stefnan skal unnin í samráði við íbúa. Skipulagsvinna sveitarfélagsins er byggð á markmiðum skipulagslaga og stefnu landsskipulags og svæðisskipulags eftir því sem við á.

Embætti skipulagsstjóra starfar á grundvelli skipulagslaga, skipulagsreglugerðar og samþykkt bæjarstjórnar um embættisafgreiðslur svo og öðrum lögum, reglugerðum og samþykktum er varða skipulagsmál í sveitarfélaginu. Á skipulagsdeild er bæjarbúum, bæjarfulltrúum, ráðgjöfum, hönnuðum og verktökum veittar upplýsingar og ráðgjöf um skipulagsmál.