Velferð barna í Garðabæ

Velferð barna í Garðabæ er verkefni sem stuðlar að samvinnu allra skólastofnanna og íþrótta- og tómstundafélaga um heildstæða stefnu er varðar jafnrétti, kynheilbrigði og velferð barna.

  • Velferð barna

Velferð barna í Garðabæ er verkefni sem stuðlar að samvinnu allra skólastofnanna og íþrótta- og tómstundafélaga um heildstæða stefnu er varðar jafnrétti, kynheilbrigði og velferð barna.

Megin inntak verkefnisins skiptist í verklag vegna gruns um ofbeldi vanrækslu og áhættuhegðun barna, fræðsluyfirlit sem nær yfir hugtökin ofbeldi, kynjafræði, jafnrétti og kynheilbrigði á víðtækan hátt og er ætlað börnum, ungmennum, starfsfólki og foreldrum auk tveggja námskeiða fyrir starfsfólk, annars vegar um ofbeldi, vanrækslu og áhættuhegðun barna og hins vegar um kynheilbrigði, jafnrétti og sjálfsímynd.

Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna á íslensku og ensku.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

Sjá einnig upplýsingar um barnavernd í Garðabæ hér.