Markmið rannsóknarinnar er að leita leiða til að auka lesskilning nemenda með markvissum og hvetjandi námsaðferðum þar sem lögð er áhersla á texta er tengist náttúrufræði á einn eða annan hátt. Til þess er ætlunin að skoða hvort að ákveðnir kennsluhættir geti ýtt undir lesskilning. Þeir kennsluhættir leggja upp með afmörkuð lesskilningsverkefni sem hafa skýran og einfaldan ramma hvað varðar framkvæmd og eru ekki tímafrek úrlausnar. Einnig er lagt upp úr því að verkefnin verði til þess að efla samræður foreldra og nemenda á meðan verkefnin eru leyst. Leitast er við að hafa verkefnin ekki íþyngjandi nemendum samhliða venjubundnu námi og reynt að byggja upp jákvætt hugarfar nemenda til námsins sem geti leitt til markvissari ástundunar námsins og aukins árangurs.
Lokaskýrsla - Lesskilningur nemenda á texta tengdum náttúrufræði - ásamt viðauka með lesskilningsverkefni.Þróunarsjóðir leik- og grunnskóla
Áhersluþættir
Námsgreinar
Unglingastig grunnskóla
Lesskilningur nemenda á texta tengdum náttúrufræði - Íslenska sem annað tungumál Læsi Náttúrugreinar Samþætting námsgreina
Sjálandsskóli (2023-2024)
„Eru ekki allir sexý?“ – kynfræðsluefni fyrir unglingastig. - Forvarnir Heilbrigði og velferð Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Upplýsinga og tæknimennt
Sjálandsskóli (2023-2024)
Markmið/verkefnið í hnotskurn:
Markmið verkefnisins var að útbúa verkefnabanka og áætlanir sem tengjast kynfræðslu fyrir nemendur á unglingastigi. Með því að búa til kennsluefni þar sem hægt er að nálgast hugmyndir af kennslustundum, glærur og verkefni um efni sem snýr að ýmsum þáttum er varðar kynheilbrigði barna og unglinga eru meiri líkur á að fræðslan fari fram, sem þar með stuðlar að velferð nemenda og vellíðan. Við teljum að þetta verkefni sé góð viðbót við það faglega starf sem nú þegar fer fram í skólanum en samkvæmt skólastefnu Garðabæjar er lögð áhersla á fræðslu, forvarnir, sjálfsþekkingu nemenda og samskiptahæfni sem eru allt lykilþættir í kynheilbrigði barna og unglinga. Fellur þetta verkefni því einkar vel undir skólastefnu bæjarins.
Vefur: Hlekkur á verkefnabanka/kennslugögn um verkefnið á google drive.
Lokaskýrsla - ,,Eru ekki allir sexý?" - kynfræðsluefni fyrir unglingastig
Námsumhverfi lesblindra barna - Viðhald og þróun heimasíðu - Fagmennska kennara Læsi Skóli margbreytileikans
Sjálandsskóli (2023-2024)
Markmið/verkefnið í hnotskurn:
Markmið verkefnisins var að bæta inn verkefnum og uppfæra heimasíðuna Hlusta - lesa - skrifa, sem unnin var í þróunarverkefninu: Námsumhverfi lesblindra barna skólaárið 2021-2022.
Talið var mikilvægt að viðhalda heimasíðunni í takt við þróun í tækni ásamt því að leggja áherslu á nýjan nemendahóp sem fer ört vaxandi. Með því að gefa nemendum með íslensku sem annað tungumál rými á heimasíðunni væri hægt að opna möguleika nemenda á að nýta tæknina til að auðvelda sér námið, valdefla þá, efla sjálfstraust og færni í íslensku. Þannig væri hægt að gefa þeim tækifæri á að bera kennsl á eigin hæfileika og þekkingu á þeirri námstækni er hentar hverjum og einum í nýju landi með nýtt tungumál.
Orðskýringarmyndbönd í samfélagsgreinum - Samfélagsgreinar Upplýsinga og tæknimennt
Garðaskóli og Álftanesskóli (2021-2022)
·Meginmarkmið:
Styrkja fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað samfélagsgreinanám við Álftanesskóla og Garðaskóla
- Auka samvinnu á milli skóla og skólastiga í Garðabæ
- Efla upplýsinga- og tæknimennt með því að safna, vista og miðla nýju námsefni í samfélagsgreinum á nýjan hátt
- Koma til móts við bráðgera nemendur
- Gefa nemendum færi á að auka og dýpka þekkingu sína í samfélagsgreinum
- Auðvelda seinfærum, erlendum og/eða nemendum með námsörðugleika samfélagsgreinanámið
- Auðvelda foreldrum að fylgjast með og taka þátt í námi barnanna
- Gera einstaklingsmiðað nám í samfélagsgreinum auðveldara og aðgengilegra
Gera nemendur sjálfstæðari í námi.
Búa til kennsluefni á myndbandaformi sem er óháð kennslubókum og tíðaranda (tímalaust efni).
21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar - Fagmennska kennara Mat á skólastarfi Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Upplýsinga og tæknimennt
Hofsstaðaskóli, Flataskóli, Sjálandsskóli, Álftanesskóli, Garðaskóli og Urriðaholtsskóli (2021-2022)
Markmið verkefnisins er að efla og samhæfa færni starfsmanna í upplýsingatækni í grunnskólum Garðabæjar. Áherslur á innleiðingu á G-Suite, Office 365 og nýsköpun með tækni. Efla færni þeirra til að koma á móts við nemendur með mismunandi þarfir s.s. bráðgera nemendur og stuðla að nýsköpun og skólaþróun allra grunnskólanna. Gera kennsluefnið aðgengilegt öllum á tíma sem hentar hverjum og einum. Myndböndin eru aðgreind eftir forritum, námsgreinum og stigi. Einnig má finna tengla á helstu gagnasöfn sem nýtast við kennslu og nám, leiðbeiningar um leit á internetinu, vefsíður og myndbönd um menntarannsóknir og annan fróðleik um kennslu.
Vefslóð: https://kennarar.gbrskoli.is/
Lokaskýrsla: 21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar
Áhugasviðsverkefni - Íslenska Íslenska sem annað tungumál Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt
Álftanesskóli (2021-2022)
Markmið /verkefnið í hnotskurn: Markmiðið var að gera vefsíðu um áhugasviðsverkefni og auðvelda kennurum að skipuleggja og nota slík verkefni í kennslu. Á vefsíðunni er hugmyndabanki, ýmis eyðublöð og tenglar sem kennarar geta nýtt sér.
Vefur: ahugasvid.is
Nýsköpun og vöruhönnun - List– og verkgreinar Sköpun
Garðaskóli (2018)
Verkefnið í hnotskurn:
Verkefnið var samvinnuverkefni með Frumbjörgu, Frumkvöðlasetri Sjálfsbjargar og kennt í áfanganum Nýsköpun og vöruhönnun í Garðaskóla, Garðabæ. Verkefninu var ætlað, auk annars, að hjálpa nemendum að þjálfa hönnunarhugsun (Design thinking) með því að setja sig í spor hreyfihamlaðra og finna lausnir á áskorunum því tengdu.
Markmið:
Auka nýsköpun í skólastarfi. Efla skapandi hugsun, samvinnu og útsjónarsemi nemenda. Stór hluti verkefnisins snýst um samkennd og að nemendur geti sett sig í spor annarra, sérstaklega þeirra sem eru fatlaðir eða hreyfihamlaðir, fundið áskoranir daglegs lífs sem þessi hópur fólks glímir við og í framhaldi mögulegar lausnir við þeim vanda.
Lokaskýrsla - Nýsköpun og vöruhönnun
Atvinnutengt nám á unglingastigi - Líðan Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina
Sjálandsskóli (2018)
Markmið:
Yfirmarkmið verkefnisins er að tengja nemendur á unglingastigi við atvinnulífið. Nemendur sem þurfa stuðning í bóklegu námi eða nemendur sem hafa af einhverjum orsökum dregist aftur úr námi, eru þeir sem við setjum í forgang í verkefninu. Við teljum það mjög góðan kost að tengja þessa nemendur við atvinnulífið. Markmiðið er einnig að styrkja sjálfsmynd og efla sjálfstraust þessara nemenda, efla umhverfislæsi þeirra og gefa þeim ný tækifæri til að blómstra og dafna í sínum störfum.
Lokaskýrsla - Atvinnutengt nám á unglingastigi
Leiðbeinandi kennsluhættir, virkari nemendur í grunnskólum Garðabæjar - Fagmennska kennara
Álftanesskóli, Flataskóli, Garðaskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli (2018)
Markmið:
Markmið verkefnisins er að fylgja eftir innleiðingu á leiðsagnarmati með því að styðja kennara í styrkja sig í leiðbeinandi kennsluháttum. Í verkefninu er stefnt að því að:
- allir kennarar nái sameiginlegum skilningi á því að leiðsagnarmat er námsmat sem er leiðbeinandi fyrir nemendur (og forráðamenn).
- allir kennarar þekki margvíslegar aðferðir og birtingarmyndir leiðsagnarmats og geti nýtt þær í sinni kennslu.
- leiðsagnarmat sé nátengt þeim hæfniviðmiðum sem stefnt er að í náminu.
- hæfniviðmið og leiðsagnarmat séu sýnileg nemendum og forráðamönnum allan námsferilinn t.d. í kennslustofum og samskiptakerfum skóla og heimila.
- kennarar fái stuðning til að skilgreina leiðsagnarmatið í sinni kennslu, staðsetja það og hefja/þróa vinnu við það án þess að verkefnið verið of tímafrekt.
- að nemendur verði virkir þátttakendur í námsmatsferlinu.
- að efla upplýsingagjöf um námsmatsferlið til forráðamanna.
Frá rusli að vöru: Neytenda- og umhverfisvitund - Náttúrugreinar Sköpun
Garðaskóli (2018)
Markmið:
Markmið verkefnisins var að ýta undir neytenda- og umhverfisvitund nemenda og starfsmanna í Garðaskóla með því að kynna fyrir þeim það ferli og möguleika sem endurvinnsla plasts felur í sér.
Verkefnið fól í sér sérfræðiaðstoð við byggingu tveggja véla sumar 2018 sem staðsettar eru í smíðastofu Garðaskóla. Önnur vélin hakkar niður plast (e. shredder) og hin er vinnsluvél (e. extruder) sem býr til plastafurð, sem svo hægt er að vinna nánar með í skólanum. Verkefnið var unnið að fyrirmynd Precious Plastic samtakanna.
Lokaskýrsla - Frá rusli að vöru - Neytenda- og umhverfisvitund
Tæknitröll 12-16 ára hljóð-og ljósanámskeið - List– og verkgreinar Sköpun
Sjálandsskóli, félagsmiðstöðin Klakinn (2017)
Markmið:
Markmið verkefnisins voru að nemendur skólans yrðu færir að taka að sér tæknimál skólans þegar viðburðir, leikrit og fl. tilfallandi kemur upp. Nemendur mundu læra að vinna með þau tæki sem skólinn og félagsmiðstöðin á og verða með ljósa- og hljóðmál á hreinu. Markmiðið var einnig að fá aðila til að meta tæknimál skólans og bæta við og laga það sem var ábótavant í tækni- og ljósamálum inni í hátíðarsal skólans.
Stafræn borgaravitund - Upplýsinga og tæknimennt
Garðaskóli (2017)
Markmið:
Helsta markmið verkefnisins var að búa til vettvang umsjónarkennara, deildarstjóra og kennsluráðgjafa til að ræða verkefni og kveikjur tengdar stafrænni borgaravitund sem hægt væri að nýta í umsjónartímum með nemendum 8. bekkjar. Fundunum var einnig ætlað að styrkja umsjónarkennara í að takast á við þær umræður sem gætu komið upp með nemendum um ýmislegt sem tengist netnotkun og stafrænum heimi.
Hönnun og tækni - Sköpun Upplýsinga og tæknimennt
Garðaskóli (2017)
Markmið:
Markmið verkefnisins var að þróa, staðfæra og ígrunda nýtt valfag með það fyrir augum að auka sjálfstæð vinnubrögð nemenda og kynna fyrir þeim hönnunarferlið og lausnamiðun í anda Maker-hreyfingarinnar. Með því að bjóða upp á kynjaskipta hópa var reynt að koma betur til móts við þátttöku stúlkna í tæknitengdu námi.
Gert verkefnið í Garðaskóla - List– og verkgreinar Náttúrugreinar Upplýsinga og tæknimennt
Garðaskóli (2017)
Markmið:
Að efla starfsfræðslu í Garðaskóla og starfsvitund nemenda. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna störf á sviði iðn- og tæknigreina. Verkefnið er unnið í framhaldi af þátttöku Garðaskóla í GERT (http://www.si.is/malaflokkar/menntamal-og-fraedsla/gert/) og því er ætlað að festa starfsfræðslu betur í sessi innan skólans.
Samræmd íþróttakennsla í grunnskólum Garðabæjar - Fagmennska Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Líðan
Álftanesskóli, Flataskóli, Garðaskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli (2017)
Markmið:
- Að hafa góða yfirsýn yfir heilbrigði og velferð nemenda í Garðabæ.
- Að afla upplýsinga um líkamsatgervi allra nemenda Grunnskóla Garðabæjar.
- Verkefninu er ætlað að auka samvinnu íþróttakennara í grunnskólum Garðabæjar, búa til gagnasafn og þannig fylgjast með þróun nemenda í íþróttum milli ára.
- Samvinna íþróttakennara eykur gæði íþróttakennslunnar til muna og unnið verður að samræmdu námsmati.
- Markmiðið er einnig að auka gildi hreyfingar í skólum bæjarins þar sem allir grunnskólarnir eru heilsueflandi grunnskólar.
Lokaskýrsla - samræmd íþróttakennsla í grunnskólum Garðabæjar
Leiðsagnarmat í grunnskólum Garðabæjar - Fagmennska Fagmennska kennara Mat á skólastarfi
Álftanesskóli, Flataskóli, Garðaskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli (2017)
Markmið:
Að styðja kennara í innleiðingu á leiðsagnarmati á öllum námssviðum og í öllum árgöngum.
Í verkefninu var stefnt að því að:
- allir kennarar nái sameiginlegum skilningi á því að leiðsagnarmat er námsmat sem er leiðbeinandi fyrir nemendur (og forráðamenn).
- allir kennarar þekki margvíslegar aðferðir og birtingarmyndir leiðsagnarmats og geti nýtt þær í sinni kennslu.
- leiðsagnarmat sé nátengt þeim hæfniviðmiðum sem stefnt er að í náminu.
- hæfniviðmið og leiðsagnarmat séu sýnileg nemendum og forráðamönnum allan námsferilinn t.d. í kennslustofum og samskiptakerfum skóla og heimila.
- kennarar fái stuðning til að skilgreina leiðsagnarmatið í sinni kennslu, staðsetja það og hefja/þróa vinnu við það án þess að verkefnið verið of tímafrekt
Listaverk sem sameiginleg ígrundun um tilfinningar og siðferðilegt gildi - List– og verkgreinar Líðan Læsi Samskipti og félagsfærni Sköpun
Garðaskóli (2016)
Markmið:
að efla myndlistarkennslu ásamt því að efla gagnrýna hugsun um siðferðisleg álitamál. Þetta fólst í þróun kennsluefnis og leiða í kennslu til eflingar á tilfinningaþroska. Verkefnið er hluti af doktorsrannsókn Ingimars Ólafssonar Waage á siðferðislegu gildi myndlistarkennslu.
GERT verkefnið -
Garðaskóli (2016)
Markmið:
Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni er heiti aðgerðaráætlunar Samtaka iðnaðarins, Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að auka áhuga grunnskólanemenda á raunvísindum og tækni. Markmiðið með GERT verkefninu í Garðaskóla er auk þess sem hér var nefnt, að efla sýn nemenda á þeim fjölbreyttu störfum sem unnin eru innan þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að GERT verkefninu. Einnig að opna augu nemenda fyrir tengslum starfa við nám bæði í framhaldsskóla og þegar lengra er komið og brúa það bil sem er á milli núverandi stöðu og framtíðarþarfa nemenda og vinnumarkaðar.
Reading Plus - Erlend tungumál Læsi
Garðaskóli (2016)
Markmið:
Stuðla að aukinni lestrarfærni nemenda (lesskilningur, lestrarhraði) með því að styðjast við forritið Reading Plus.
Minecraft og rökfræði - Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt
Garðaskóli (2016)
Markmið:
Búa til verkefni fyrir unglinga sem, í gegnum rökfræði, hafa snertiflöt við forritun og stærðfræði. Þannig var því ætlað að efla hæfni nemenda á sviði heimspeki, forritunar og stærðfræði.
Höldum áfram að þróa SKÍNANDI skóla - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði
Hofsstaðaskóli og Garðaskóli (2016)
Framhald á verkefninu SKÍN – Innra mat til eflingar faglegs skólastarfs (2015)
Markmið:
SKÍN er samstarfsverkefni kennara og stjórnenda í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Markmið verkefnisins eru að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á seinna ári verkefnisins settu þátttakendur sér tvö yfirmarkmið til að vinna að um veturinn. Annars vegar að setja hæfniviðmið inn í námsáætlanir og kennsluseðla og hins vegar að efla innra mat skólanna.
SKÍN - Innra mat til eflingar skólastarfs - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði
Garðaskóli og Hofsstaðaskóli í samstarfi við Menntaklif (2015)
Markmið:
Að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á fyrra ári verkefnisins var lögð áhersla á að gera námsmarkmið sýnilegri nemendum, þróa leiðir til að efla leiðsagnarmat innan skólanna og þróa rýniheimsóknir kennara og stjórnenda í kennslustundir, bæði félagarýni og mat stjórnenda.
Áhersluþættir:
- Yngsta stig
- Miðstig
- Elsta stig
- Mat á skólastarfi
- Fagmennska kennara
- Jafnrétti
- Læsi
- Lýðræði og mannréttindi
- Íslenska
- Stærðfræði
Efling læsis á unglingastigi - Læsi
Sjálandsskóli (2015)
Markmið:
Að efla læsi og þróa kennsluhætti í öllum námsgreinum í Sjálandsskóla. Læsi er einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár grunnskóla. Lögð verður áhersla á þjálfun lesturs og ritunar. Marga unglinga skortir að geta lesið sér til gagns og viljum við með þessu verkefni gera þá betur í stakk búna til að lesa sér til gagns og þar með að takast á við þau verkefni sem bíða þeirra að grunnskólanámi loknu. Við teljum mikilvægt að kennarar öðlist færni í að beita ólíkum en áhrifaríkum lestraraðferðum sem auka lesskilning og efla hæfni nemenda til að lesa. Því verður lögð áhersla á lestur til náms og yndislestur í verkefninu.
Áhersluþættir:
Kennslustunda- og félagarýni -
Sjálandsskóli (2015)
Markmið:
Að festa í menningu skólans markvisst félaga- og kennslustundarýni. Með félagarýni vinna kennarar náið saman, læra hver af öðrum auk þess sem það leiðir til meiri samfellu á milli skólastiga. Rannsóknir sýna að kennarar sem taka þátt í félagarýni verða betri fagmenn, ánægðari í starfi og endast lengur í faginu. Með kennslustundarýni komast stjórnendur nær skólastarfinu og geta betur stutt og eflt kennarann. Auk þess er auðveldara að fylgja eftir þróunarvinnu, áherslum t.d. skv. innra- og ytra mati og að lokum er líklegra að allir starfi eftir hugmyndafræði skólans.
Áhersluþættir:
Jóga, hugleiðsla og slökun -
Sjálandsskóli (2015)
Markmið:
Kenna nemendum að njóta þess að vera hér og nú og njóta stundarinnar. Þjálfa einbeitingu, jákvæðar hugsanir, að hafa stjórn á huga sínum og losa sig við íþyngjandi hugsanir. Kenna nemendum að gefa sér tíma til að horfa inn á við, læra að þekkja sjálfan sig, standa með sjálfum sér og blómstra á sinn eigin hátt í stað þess að fylgja fjöldanum. Einnig að bæta andrúmsloftið í kennslustundum og samskiptin á milli nemenda. Markmið verkefnisins er að auka vellíðan nemenda í skólanum, þjálfa einbeitingu, vinna með kvíða til að stuðla að auknum gæðum náms.
Velferð barna í Garðabæ - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Skóli margbreytileikans
Grunnskólar í Garðabæ (2015)
Markmið:
Útbúa verkefnasjóð fyrir kennara, þroskaþjálfa, námsráðgjafa eða hverja þá sérfræðinga sem vinna með nemendum með fötlun. Þessir sérfræðingar fá verkefnabanka með eyðublöðum eða hugmyndabanka og verkefnalýsingar til að vinna með þegar kynna á fyrir nemendum fötlun sína. Verkefnablöðin og verkefnalýsingarnar nýtast einnig fyrir nemendur með fötlun til að kynna fötlun sína fyrir bekkjarfélögum, kennurum og öðru starfsfólki og samnemendum sínum.
Afurðir verkefnisins má finna á vefnum:
GERT verkefnið í Garðaskóla -
Garðaskóli (2015)
Markmið:
Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni er heiti aðgerðaráætlunar Samtaka iðnaðarins, Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að auka áhuga grunnskólanemenda á raunvísindum og tækni. Markmiðið með GERT verkefninu í Garðaskóla er auk þess sem hér var nefnt, að efla sýn nemenda á þeim fjölbreyttu störfum sem unnin eru innan þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að GERT verkefninu. Einnig að opna augu nemenda fyrir tengslum starfa við nám bæði í framhaldsskóla og þegar lengra er komið og brúa það bil sem er á milli núverandi stöðu og framtíðarþarfa nemenda og vinnumarkaðar.
Framþróunaráætlun Garðaskóla: Styrk stjórnun-ábyrgir starfsmenn - Mat á skólastarfi
Garðaskóli (2015)
Markmið:
Að skrá og þróa aðgerðaráætlun um viðhald starfsþátta í Garðaskóla, rýna í gæði þeirra og leggja til breytingar til úrbóta. Áætluninni er ætlað að skýra framtíðarsýn starfsmanna og tryggja að allir starfsmenn nýti starfskrafta sína til að róa í sömu átt.
Þemaverkefni fyrir elsta stig - samþætting námsgreina - Erlend tungumál Íslenska List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samskipti og félagsfærni Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt
Álftanesskóli (2015)
Markmið:
Að tengja kennslustofuna við heiminn fyrir utan og byggja á raunverulegum aðstæðum. Nemendur fái tækifæri til sköpunar og óhefðbundinnar úrvinnslu, verði sjálfstæðari í vinnubrögðum og stuðla að samvinnu þeirra.
Stuttmyndanámskeið RIFF fyrir nemendur í 6.-9. bekk í Garðabæ - List– og verkgreinar Upplýsinga og tæknimennt
Grunnskólar í Garðabæ, Garðaskóli, Álftanesskóli (2015)
Markmið:
Virkja ímyndunarafl og sköpunargleði unga fólksins og styðja við kvikmyndalæsi yngri kynslóða, sem lengi hafa búið við einsleita kvikmyndamenningu hérlendis.
Það geta allir verið gordjöss - Líðan Samskipti og félagsfærni
Álftanesskóli (2015)
Markmið:
Að skapa vettvang fyrir nemendur til að auka félagslega virkni þeirra og hvetja þá til að koma með hugmyndir að tómstundastarfi sem höfðar til þeirra. Setjast niður og spjalla eða hlusta á jafningja og njóta samverunnar var takmarkið í sjálfu sér.
Áhersluþættir:
- Elsta stig
- Samskipti og félagsfærni
- Líðan
Vendikennsla í náttúrufræði - Náttúrufræði
Álftanesskóli og Garðaskóli (2015)
Markmið:
Að styrkja fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað náttúrufræðinám við Álftanesskóla og Garðaskóla. Styrkja námshæfni nemenda og innra mat (netnámsmat) við skólann. Auka samvinnu á milli skóla og skólastiga í Garðabæ. Efla upplýsinga- og tæknimennt með því að safna, vista og miðla nýju námsefni í náttúrufræði á nýjan hátt. Koma betur til móts við bráðgera nemendur. Gefa nemendum færi á að auka og dýpka þekkingu sína í náttúrufræði.
Að kynna fötlun sína - Ég er einstök/einstakur - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Samskipti og félagsfærni Skóli margbreytileikans
Hofsstaðaskóli (2015)
Markmið:
Að útbúa verkefnasjóð fyrir kennara, þroskaþjálfa, námsráðgjafa eða hverja þá sérfræðinga sem vinna með nemendum með fötlun. Þessir sérfræðingar fá verkefnabanka með eyðublöðum eða hugmyndabanka og verkefnalýsingar til að vinna með þegar kynna á fyrir nemendum fötlun sína. Verkefnablöðin og verkefnalýsingarnar nýtast einnig fyrir nemendur með fötlun til að kynna fötlun sína fyrir bekkjarfélögum, kennurum og öðru starfsfólki og samnemendum sínum.