Unglingastig grunnskóla: Náttúrugreinar

Sjálandsskóli - lesskilningur - þróunarsjóðsverkefni

Lesskilningur nemenda á texta tengdum náttúrufræði - Íslenska sem annað tungumál Læsi Náttúrugreinar Samþætting námsgreina

Sjálandsskóli (2023-2024)

Markmið rannsóknarinnar er að leita leiða til að auka lesskilning nemenda með markvissum og hvetjandi námsaðferðum þar sem lögð er áhersla á texta er tengist náttúrufræði á einn eða annan hátt. Til þess er ætlunin að skoða hvort að ákveðnir kennsluhættir geti ýtt undir lesskilning. Þeir kennsluhættir leggja upp með afmörkuð lesskilningsverkefni sem hafa skýran og einfaldan ramma hvað varðar framkvæmd og eru ekki tímafrek úrlausnar. Einnig er lagt upp úr því að verkefnin verði til þess að efla samræður foreldra og nemenda á meðan verkefnin eru leyst. Leitast er við að hafa verkefnin ekki íþyngjandi nemendum samhliða venjubundnu námi og reynt að byggja upp jákvætt hugarfar nemenda til námsins sem geti leitt til markvissari ástundunar námsins og aukins árangurs. 

Lesskilningsverkefni

Lokaskýrsla - Lesskilningur nemenda á texta tengdum náttúrufræði - ásamt viðauka með lesskilningsverkefni. 
Innritun í grunnskóla

Frá rusli að vöru: Neytenda- og umhverfisvitund - Náttúrugreinar Sköpun

Garðaskóli (2018)

Markmið:
Markmið verkefnisins var að ýta undir neytenda- og umhverfisvitund nemenda og starfsmanna í Garðaskóla með því að kynna fyrir þeim það ferli og möguleika sem endurvinnsla plasts felur í sér.

Verkefnið fól í sér sérfræðiaðstoð við byggingu tveggja véla sumar 2018 sem staðsettar eru í smíðastofu Garðaskóla. Önnur vélin hakkar niður plast (e. shredder) og hin er vinnsluvél (e. extruder) sem býr til plastafurð, sem svo hægt er að vinna nánar með í skólanum. Verkefnið var unnið að fyrirmynd Precious Plastic samtakanna.

Lokaskýrsla - Frá rusli að vöru - Neytenda- og umhverfisvitund

Innritun í grunnskóla

Gert verkefnið í Garðaskóla - List– og verkgreinar Náttúrugreinar Upplýsinga og tæknimennt

Garðaskóli (2017)

Markmið:
Að efla starfsfræðslu í Garðaskóla og starfsvitund nemenda. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna störf á sviði iðn- og tæknigreina. Verkefnið er unnið í framhaldi af þátttöku Garðaskóla í GERT (http://www.si.is/malaflokkar/menntamal-og-fraedsla/gert/) og því er ætlað að festa starfsfræðslu betur í sessi innan skólans.

Lokaskýrsla - Gert verkefnið í Garðaskóla

Innritun í grunnskóla

Þemaverkefni fyrir elsta stig - samþætting námsgreina - Erlend tungumál Íslenska List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samskipti og félagsfærni Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2015)

Markmið:

Að tengja kennslustofuna við heiminn fyrir utan og byggja á raunverulegum aðstæðum. Nemendur fái tækifæri til sköpunar og óhefðbundinnar úrvinnslu, verði sjálfstæðari í vinnubrögðum og stuðla að samvinnu þeirra.

Lokaskýrsla í pdf-skjali