Unglingastig grunnskóla: Náttúrugreinar

Lifandi dýr í skóla- og frístundastarfi - Forvarnir Líðan Náttúrugreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina

Sjálandsskóli 2024-2025

Markmið/verkefnið í hnotskurn:
Markmið verkefnisins er að leita leiða til að skapa grunnskólanemendum hvetjandi og fjölbreytt umhverfi bæði í skóla- og frístundastarfi sem getur stutt við nám og félagslegan þroska þeirra. Með það að leiðarljósi er skoðað sérstaklega hvernig lifandi og framandi dýr geta nýst í skóla- og frístundastarfi í unglingadeild. Með framandi dýrum er átt við dýr úr okkar umhverfi sem við höfum mögulega ekki veitt mikla athygli og svo dýr sem ekki finnast í íslenskri náttúru og eru okkur því lítt þekkt.

Lokaskýrsla

Einstaklingsáætlun sem liður í samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna - Erlend tungumál Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samfélagsgreinar Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Sjálandsskóli 2023-2025

Markmið/verkefnið í hnotskurn:

Markmið verkefnisins var að setja saman aðgengilegt og gagnlegt form sem nýtist í nútíma skólasamfélagi. Form sem skapar aðgengilegar einstaklingsnámskrár og einstaklingsáætlanir sem styrkja nemendur í að takast á við áskoranir sem tengjast skólagöngu og mynda jákvæðan skólabrag. Einnig var markmiðið að formið gæti auðveldað kennurum og þroskaþjálfu að vinna saman með velferð barna að leiðarljósi og gera námsmat markvissara. Efla samstarf innan skólans til að halda vel utan um nemendur sem víkja frá hefðbundnu námi. Liður í því er að rýna hæfniviðmið og einfalda þau með það að leiðarljósi að fá greinargóðar upplýsingar um stöðu nemenda og byggja þannig góðan grunn.

Lokaskýrsla

Sjálandsskóli - lesskilningur - þróunarsjóðsverkefni

Lesskilningur nemenda á texta tengdum náttúrufræði - Íslenska sem annað tungumál Læsi Náttúrugreinar Samþætting námsgreina

Sjálandsskóli (2023-2024)

Markmið rannsóknarinnar er að leita leiða til að auka lesskilning nemenda með markvissum og hvetjandi námsaðferðum þar sem lögð er áhersla á texta er tengist náttúrufræði á einn eða annan hátt. Til þess er ætlunin að skoða hvort að ákveðnir kennsluhættir geti ýtt undir lesskilning. Þeir kennsluhættir leggja upp með afmörkuð lesskilningsverkefni sem hafa skýran og einfaldan ramma hvað varðar framkvæmd og eru ekki tímafrek úrlausnar. Einnig er lagt upp úr því að verkefnin verði til þess að efla samræður foreldra og nemenda á meðan verkefnin eru leyst. Leitast er við að hafa verkefnin ekki íþyngjandi nemendum samhliða venjubundnu námi og reynt að byggja upp jákvætt hugarfar nemenda til námsins sem geti leitt til markvissari ástundunar námsins og aukins árangurs. 

Lesskilningsverkefni

Lokaskýrsla - Lesskilningur nemenda á texta tengdum náttúrufræði - ásamt viðauka með lesskilningsverkefni. 
Innritun í grunnskóla

Frá rusli að vöru: Neytenda- og umhverfisvitund - Náttúrugreinar Sköpun

Garðaskóli (2018)

Markmið:
Markmið verkefnisins var að ýta undir neytenda- og umhverfisvitund nemenda og starfsmanna í Garðaskóla með því að kynna fyrir þeim það ferli og möguleika sem endurvinnsla plasts felur í sér.

Verkefnið fól í sér sérfræðiaðstoð við byggingu tveggja véla sumar 2018 sem staðsettar eru í smíðastofu Garðaskóla. Önnur vélin hakkar niður plast (e. shredder) og hin er vinnsluvél (e. extruder) sem býr til plastafurð, sem svo hægt er að vinna nánar með í skólanum. Verkefnið var unnið að fyrirmynd Precious Plastic samtakanna.

Lokaskýrsla - Frá rusli að vöru - Neytenda- og umhverfisvitund

Innritun í grunnskóla

Gert verkefnið í Garðaskóla - List– og verkgreinar Náttúrugreinar Upplýsinga og tæknimennt

Garðaskóli (2017)

Markmið:
Að efla starfsfræðslu í Garðaskóla og starfsvitund nemenda. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna störf á sviði iðn- og tæknigreina. Verkefnið er unnið í framhaldi af þátttöku Garðaskóla í GERT (http://www.si.is/malaflokkar/menntamal-og-fraedsla/gert/) og því er ætlað að festa starfsfræðslu betur í sessi innan skólans.

Lokaskýrsla - Gert verkefnið í Garðaskóla

Innritun í grunnskóla

Þemaverkefni fyrir elsta stig - samþætting námsgreina - Erlend tungumál Íslenska List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samskipti og félagsfærni Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2015)

Markmið:

Að tengja kennslustofuna við heiminn fyrir utan og byggja á raunverulegum aðstæðum. Nemendur fái tækifæri til sköpunar og óhefðbundinnar úrvinnslu, verði sjálfstæðari í vinnubrögðum og stuðla að samvinnu þeirra.

Lokaskýrsla í pdf-skjali