Unglingastig grunnskóla: List– og verkgreinar

Nýsköpun og vöruhönnun - Garðaskóli - Hönnunarsafn

Nýsköpun og vöruhönnun - List– og verkgreinar Sköpun

Garðaskóli (2018)

Verkefnið í hnotskurn:
Verkefnið var samvinnuverkefni með Frumbjörgu, Frumkvöðlasetri Sjálfsbjargar og kennt í áfanganum Nýsköpun og vöruhönnun í Garðaskóla, Garðabæ. Verkefninu var ætlað, auk annars, að hjálpa nemendum að þjálfa hönnunarhugsun (Design thinking) með því að setja sig í spor hreyfihamlaðra og finna lausnir á áskorunum því tengdu.

Markmið:
Auka nýsköpun í skólastarfi. Efla skapandi hugsun, samvinnu og útsjónarsemi nemenda. Stór hluti verkefnisins snýst um samkennd og að nemendur geti sett sig í spor annarra, sérstaklega þeirra sem eru fatlaðir eða hreyfihamlaðir, fundið áskoranir daglegs lífs sem þessi hópur fólks glímir við og í framhaldi mögulegar lausnir við þeim vanda.

Lokaskýrsla - Nýsköpun og vöruhönnun

Ný fimm ára deild við Sjálandsskóla

Tæknitröll 12-16 ára hljóð-og ljósanámskeið - List– og verkgreinar Sköpun

Sjálandsskóli, félagsmiðstöðin Klakinn (2017)

Markmið:
Markmið verkefnisins voru að nemendur skólans yrðu færir að taka að sér tæknimál skólans þegar viðburðir, leikrit og fl. tilfallandi kemur upp. Nemendur mundu læra að vinna með þau tæki sem skólinn og félagsmiðstöðin á og verða með ljósa- og hljóðmál á hreinu. Markmiðið var einnig að fá aðila til að meta tæknimál skólans og bæta við og laga það sem var ábótavant í tækni- og ljósamálum inni í hátíðarsal skólans.

Lokaskýrsla - Tæknitröll

Innritun í grunnskóla

Gert verkefnið í Garðaskóla - List– og verkgreinar Náttúrugreinar Upplýsinga og tæknimennt

Garðaskóli (2017)

Markmið:
Að efla starfsfræðslu í Garðaskóla og starfsvitund nemenda. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna störf á sviði iðn- og tæknigreina. Verkefnið er unnið í framhaldi af þátttöku Garðaskóla í GERT (http://www.si.is/malaflokkar/menntamal-og-fraedsla/gert/) og því er ætlað að festa starfsfræðslu betur í sessi innan skólans.

Lokaskýrsla - Gert verkefnið í Garðaskóla

Innritun í grunnskóla

Listaverk sem sameiginleg ígrundun um tilfinningar og siðferðilegt gildi - List– og verkgreinar Líðan Læsi Samskipti og félagsfærni Sköpun

Garðaskóli (2016)

Markmið:

að efla myndlistarkennslu ásamt því að efla gagnrýna hugsun um siðferðisleg álitamál. Þetta fólst í þróun kennsluefnis og leiða í kennslu til eflingar á tilfinningaþroska. Verkefnið er hluti af doktorsrannsókn Ingimars Ólafssonar Waage á siðferðislegu gildi myndlistarkennslu.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Þemaverkefni fyrir elsta stig - samþætting námsgreina - Erlend tungumál Íslenska List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samskipti og félagsfærni Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2015)

Markmið:

Að tengja kennslustofuna við heiminn fyrir utan og byggja á raunverulegum aðstæðum. Nemendur fái tækifæri til sköpunar og óhefðbundinnar úrvinnslu, verði sjálfstæðari í vinnubrögðum og stuðla að samvinnu þeirra.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Stuttmyndanámskeið RIFF fyrir nemendur í 6.-9. bekk í Garðabæ - List– og verkgreinar Upplýsinga og tæknimennt

Grunnskólar í Garðabæ, Garðaskóli, Álftanesskóli (2015)

Markmið:

Virkja ímyndunarafl og sköpunargleði unga fólksins og styðja við kvikmyndalæsi yngri kynslóða, sem lengi hafa búið við einsleita kvikmyndamenningu hérlendis.

Lokaskýrsla í pdf-skjali