Unglingastig grunnskóla: Íslenska

Innritun í grunnskóla

Áhugasviðsverkefni - Íslenska Íslenska sem annað tungumál Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Markmiðið var að gera vefsíðu um áhugasviðsverkefni og auðvelda kennurum að skipuleggja og nota slík verkefni í kennslu. Á vefsíðunni er hugmyndabanki, ýmis eyðublöð og tenglar sem kennarar geta nýtt sér.

Vefur:  ahugasvid.is

Lokaskýrsla - áhugasviðsverkefni.

Höldum áfram að þróa SKÍNANDI skóla - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Hofsstaðaskóli og Garðaskóli (2016)

Framhald á verkefninu SKÍN – Innra mat til eflingar faglegs skólastarfs (2015)

Markmið:

SKÍN er samstarfsverkefni kennara og stjórnenda í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Markmið verkefnisins eru að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á seinna ári verkefnisins settu þátttakendur sér tvö yfirmarkmið til að vinna að um veturinn. Annars vegar að setja hæfniviðmið inn í námsáætlanir og kennsluseðla og hins vegar að efla innra mat skólanna.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

SKÍN - Innra mat til eflingar skólastarfs - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Garðaskóli og Hofsstaðaskóli í samstarfi við Menntaklif (2015)

Markmið:

Að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á fyrra ári verkefnisins var lögð áhersla á að gera námsmarkmið sýnilegri nemendum, þróa leiðir til að efla leiðsagnarmat innan skólanna og þróa rýniheimsóknir kennara og stjórnenda í kennslustundir, bæði félagarýni og mat stjórnenda.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig
  • Miðstig
  • Elsta stig
  • Mat á skólastarfi
  • Fagmennska kennara
  • Jafnrétti
  • Læsi
  • Lýðræði og mannréttindi
  • Íslenska
  • Stærðfræði

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Þemaverkefni fyrir elsta stig - samþætting námsgreina - Erlend tungumál Íslenska List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samskipti og félagsfærni Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2015)

Markmið:

Að tengja kennslustofuna við heiminn fyrir utan og byggja á raunverulegum aðstæðum. Nemendur fái tækifæri til sköpunar og óhefðbundinnar úrvinnslu, verði sjálfstæðari í vinnubrögðum og stuðla að samvinnu þeirra.

Lokaskýrsla í pdf-skjali