Unglingastig grunnskóla: Íslenska

Einstaklingsáætlun sem liður í samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna - Erlend tungumál Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samfélagsgreinar Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Sjálandsskóli 2023-2025

Markmið/verkefnið í hnotskurn:

Markmið verkefnisins var að setja saman aðgengilegt og gagnlegt form sem nýtist í nútíma skólasamfélagi. Form sem skapar aðgengilegar einstaklingsnámskrár og einstaklingsáætlanir sem styrkja nemendur í að takast á við áskoranir sem tengjast skólagöngu og mynda jákvæðan skólabrag. Einnig var markmiðið að formið gæti auðveldað kennurum og þroskaþjálfu að vinna saman með velferð barna að leiðarljósi og gera námsmat markvissara. Efla samstarf innan skólans til að halda vel utan um nemendur sem víkja frá hefðbundnu námi. Liður í því er að rýna hæfniviðmið og einfalda þau með það að leiðarljósi að fá greinargóðar upplýsingar um stöðu nemenda og byggja þannig góðan grunn.

Lokaskýrsla

Innritun í grunnskóla

Áhugasviðsverkefni - Íslenska Íslenska sem annað tungumál Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Markmiðið var að gera vefsíðu um áhugasviðsverkefni og auðvelda kennurum að skipuleggja og nota slík verkefni í kennslu. Á vefsíðunni er hugmyndabanki, ýmis eyðublöð og tenglar sem kennarar geta nýtt sér.

Vefur:  ahugasvid.is

Lokaskýrsla - áhugasviðsverkefni.

Höldum áfram að þróa SKÍNANDI skóla - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Hofsstaðaskóli og Garðaskóli (2016)

Framhald á verkefninu SKÍN – Innra mat til eflingar faglegs skólastarfs (2015)

Markmið:

SKÍN er samstarfsverkefni kennara og stjórnenda í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Markmið verkefnisins eru að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á seinna ári verkefnisins settu þátttakendur sér tvö yfirmarkmið til að vinna að um veturinn. Annars vegar að setja hæfniviðmið inn í námsáætlanir og kennsluseðla og hins vegar að efla innra mat skólanna.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

SKÍN - Innra mat til eflingar skólastarfs - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Garðaskóli og Hofsstaðaskóli í samstarfi við Menntaklif (2015)

Markmið:

Að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á fyrra ári verkefnisins var lögð áhersla á að gera námsmarkmið sýnilegri nemendum, þróa leiðir til að efla leiðsagnarmat innan skólanna og þróa rýniheimsóknir kennara og stjórnenda í kennslustundir, bæði félagarýni og mat stjórnenda.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig
  • Miðstig
  • Elsta stig
  • Mat á skólastarfi
  • Fagmennska kennara
  • Jafnrétti
  • Læsi
  • Lýðræði og mannréttindi
  • Íslenska
  • Stærðfræði

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Þemaverkefni fyrir elsta stig - samþætting námsgreina - Erlend tungumál Íslenska List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samskipti og félagsfærni Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2015)

Markmið:

Að tengja kennslustofuna við heiminn fyrir utan og byggja á raunverulegum aðstæðum. Nemendur fái tækifæri til sköpunar og óhefðbundinnar úrvinnslu, verði sjálfstæðari í vinnubrögðum og stuðla að samvinnu þeirra.

Lokaskýrsla í pdf-skjali