Unglingastig grunnskóla: Skóli margbreytileikans

„Eru ekki allir sexý?“ – kynfræðsluefni fyrir unglingastig. - Forvarnir Heilbrigði og velferð Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Sjálandsskóli (2023-2024)

Markmið/verkefnið í hnotskurn:
Markmið verkefnisins var að útbúa verkefnabanka og áætlanir sem tengjast kynfræðslu fyrir nemendur á unglingastigi. Með því að búa til kennsluefni þar sem hægt er að nálgast hugmyndir af kennslustundum, glærur og verkefni um efni sem snýr að ýmsum þáttum er varðar kynheilbrigði barna og unglinga eru meiri líkur á að fræðslan fari fram, sem þar með stuðlar að velferð nemenda og vellíðan. Við teljum að þetta verkefni sé góð viðbót við það faglega starf sem nú þegar fer fram í skólanum en samkvæmt skólastefnu Garðabæjar er lögð áhersla á fræðslu, forvarnir, sjálfsþekkingu nemenda og samskiptahæfni sem eru allt lykilþættir í kynheilbrigði barna og unglinga. Fellur þetta verkefni því einkar vel undir skólastefnu bæjarins.

Vefur: Hlekkur á verkefnabanka/kennslugögn um verkefnið á google drive. 

Lokaskýrsla - ,,Eru ekki allir sexý?" - kynfræðsluefni fyrir unglingastig

 

Námsumhverfi lesblindra barna - Viðhald og þróun heimasíðu - Fagmennska kennara Læsi Skóli margbreytileikans

Sjálandsskóli (2023-2024)

Markmið/verkefnið í hnotskurn:

Markmið verkefnisins var að bæta inn verkefnum og uppfæra heimasíðuna Hlusta - lesa - skrifa, sem unnin var í þróunarverkefninu: Námsumhverfi lesblindra barna skólaárið 2021-2022.
Talið var mikilvægt að viðhalda heimasíðunni í takt við þróun í tækni ásamt því að leggja áherslu á nýjan nemendahóp sem fer ört vaxandi. Með því að gefa nemendum með íslensku sem annað tungumál rými á heimasíðunni væri hægt að opna möguleika nemenda á að nýta tæknina til að auðvelda sér námið, valdefla þá, efla sjálfstraust og færni í íslensku. Þannig væri hægt að gefa þeim tækifæri á að bera kennsl á eigin hæfileika og þekkingu á þeirri námstækni er hentar hverjum og einum í nýju landi með nýtt tungumál. 

Vefsíða verkefnisins

 Lokaskýrsla - námsumhverfi lesblindra barna

Upplýsingatækni

21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar - Fagmennska kennara Mat á skólastarfi Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli, Flataskóli, Sjálandsskóli, Álftanesskóli, Garðaskóli og Urriðaholtsskóli (2021-2022)

Markmið verkefnisins er að efla og samhæfa færni starfsmanna í upplýsingatækni í grunnskólum Garðabæjar. Áherslur á innleiðingu á G-Suite, Office 365 og nýsköpun með tækni. Efla færni þeirra til að koma á móts við nemendur með mismunandi þarfir s.s. bráðgera nemendur og stuðla að nýsköpun og skólaþróun allra grunnskólanna. Gera kennsluefnið aðgengilegt öllum á tíma sem hentar hverjum og einum. Myndböndin eru aðgreind eftir forritum, námsgreinum og stigi. Einnig má finna tengla á helstu gagnasöfn sem nýtast við kennslu og nám, leiðbeiningar um leit á internetinu, vefsíður og myndbönd um menntarannsóknir og annan fróðleik um kennslu.

Vefslóð: https://kennarar.gbrskoli.is/
Lokaskýrsla: 21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar

Innritun í grunnskóla

Áhugasviðsverkefni - Íslenska Íslenska sem annað tungumál Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Markmiðið var að gera vefsíðu um áhugasviðsverkefni og auðvelda kennurum að skipuleggja og nota slík verkefni í kennslu. Á vefsíðunni er hugmyndabanki, ýmis eyðublöð og tenglar sem kennarar geta nýtt sér.

Vefur:  ahugasvid.is

Lokaskýrsla - áhugasviðsverkefni.

Velferð barna í Garðabæ - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Skóli margbreytileikans

Grunnskólar í Garðabæ (2015)

Markmið:

Útbúa verkefnasjóð fyrir kennara, þroskaþjálfa, námsráðgjafa eða hverja þá sérfræðinga sem vinna með nemendum með fötlun. Þessir sérfræðingar fá verkefnabanka með eyðublöðum eða hugmyndabanka og verkefnalýsingar til að vinna með þegar kynna á fyrir nemendum fötlun sína. Verkefnablöðin og verkefnalýsingarnar nýtast einnig fyrir nemendur með fötlun til að kynna fötlun sína fyrir bekkjarfélögum, kennurum og öðru starfsfólki og samnemendum sínum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Afurðir verkefnisins má finna á vefnum:

http://www.menntaklif.is/velferd-barna-i-gardabae/

Að kynna fötlun sína - Ég er einstök/einstakur - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Samskipti og félagsfærni Skóli margbreytileikans

Hofsstaðaskóli (2015)

Markmið:

Að útbúa verkefnasjóð fyrir kennara, þroskaþjálfa, námsráðgjafa eða hverja þá sérfræðinga sem vinna með nemendum með fötlun. Þessir sérfræðingar fá verkefnabanka með eyðublöðum eða hugmyndabanka og verkefnalýsingar til að vinna með þegar kynna á fyrir nemendum fötlun sína. Verkefnablöðin og verkefnalýsingarnar nýtast einnig fyrir nemendur með fötlun til að kynna fötlun sína fyrir bekkjarfélögum, kennurum og öðru starfsfólki og samnemendum sínum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali