Unglingastig grunnskóla: Forvarnir

Lifandi dýr í skóla- og frístundastarfi - Forvarnir Líðan Náttúrugreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina

Sjálandsskóli 2024-2025

Markmið/verkefnið í hnotskurn:
Markmið verkefnisins er að leita leiða til að skapa grunnskólanemendum hvetjandi og fjölbreytt umhverfi bæði í skóla- og frístundastarfi sem getur stutt við nám og félagslegan þroska þeirra. Með það að leiðarljósi er skoðað sérstaklega hvernig lifandi og framandi dýr geta nýst í skóla- og frístundastarfi í unglingadeild. Með framandi dýrum er átt við dýr úr okkar umhverfi sem við höfum mögulega ekki veitt mikla athygli og svo dýr sem ekki finnast í íslenskri náttúru og eru okkur því lítt þekkt.

Lokaskýrsla

„Eru ekki allir sexý?“ – kynfræðsluefni fyrir unglingastig. - Forvarnir Heilbrigði og velferð Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Sjálandsskóli (2023-2024)

Markmið/verkefnið í hnotskurn:
Markmið verkefnisins var að útbúa verkefnabanka og áætlanir sem tengjast kynfræðslu fyrir nemendur á unglingastigi. Með því að búa til kennsluefni þar sem hægt er að nálgast hugmyndir af kennslustundum, glærur og verkefni um efni sem snýr að ýmsum þáttum er varðar kynheilbrigði barna og unglinga eru meiri líkur á að fræðslan fari fram, sem þar með stuðlar að velferð nemenda og vellíðan. Við teljum að þetta verkefni sé góð viðbót við það faglega starf sem nú þegar fer fram í skólanum en samkvæmt skólastefnu Garðabæjar er lögð áhersla á fræðslu, forvarnir, sjálfsþekkingu nemenda og samskiptahæfni sem eru allt lykilþættir í kynheilbrigði barna og unglinga. Fellur þetta verkefni því einkar vel undir skólastefnu bæjarins.

Vefur: Hlekkur á verkefnabanka/kennslugögn um verkefnið á google drive. 

Lokaskýrsla - ,,Eru ekki allir sexý?" - kynfræðsluefni fyrir unglingastig