Unglingastig grunnskóla: Samþætting námsgreina

Upplýsingatækni

21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar - Fagmennska kennara Mat á skólastarfi Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli, Flataskóli, Sjálandsskóli, Álftanesskóli, Garðaskóli og Urriðaholtsskóli (2021-2022)

Markmið verkefnisins er að efla og samhæfa færni starfsmanna í upplýsingatækni í grunnskólum Garðabæjar. Áherslur á innleiðingu á G-Suite, Office 365 og nýsköpun með tækni. Efla færni þeirra til að koma á móts við nemendur með mismunandi þarfir s.s. bráðgera nemendur og stuðla að nýsköpun og skólaþróun allra grunnskólanna. Gera kennsluefnið aðgengilegt öllum á tíma sem hentar hverjum og einum. Myndböndin eru aðgreind eftir forritum, námsgreinum og stigi. Einnig má finna tengla á helstu gagnasöfn sem nýtast við kennslu og nám, leiðbeiningar um leit á internetinu, vefsíður og myndbönd um menntarannsóknir og annan fróðleik um kennslu.

Vefslóð: https://kennarar.gbrskoli.is/
Lokaskýrsla: 21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar

Innritun í grunnskóla

Áhugasviðsverkefni - Íslenska Íslenska sem annað tungumál Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Markmiðið var að gera vefsíðu um áhugasviðsverkefni og auðvelda kennurum að skipuleggja og nota slík verkefni í kennslu. Á vefsíðunni er hugmyndabanki, ýmis eyðublöð og tenglar sem kennarar geta nýtt sér.

Vefur:  ahugasvid.is

Lokaskýrsla - áhugasviðsverkefni.

Ný fimm ára deild við Sjálandsskóla

Atvinnutengt nám á unglingastigi - Líðan Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina

Sjálandsskóli (2018)

Markmið:
Yfirmarkmið verkefnisins er að tengja nemendur á unglingastigi við atvinnulífið. Nemendur sem þurfa stuðning í bóklegu námi eða nemendur sem hafa af einhverjum orsökum dregist aftur úr námi, eru þeir sem við setjum í forgang í verkefninu. Við teljum það mjög góðan kost að tengja þessa nemendur við atvinnulífið. Markmiðið er einnig að styrkja sjálfsmynd og efla sjálfstraust þessara nemenda, efla umhverfislæsi þeirra og gefa þeim ný tækifæri til að blómstra og dafna í sínum störfum.
Lokaskýrsla - Atvinnutengt nám á unglingastigi