Unglingastig grunnskóla: Upplýsinga og tæknimennt

Innritun í grunnskóla

Stafræn borgaravitund - Upplýsinga og tæknimennt

Garðaskóli (2017)

Markmið:
Helsta markmið verkefnisins var að búa til vettvang umsjónarkennara, deildarstjóra og kennsluráðgjafa til að ræða verkefni og kveikjur tengdar stafrænni borgaravitund sem hægt væri að nýta í umsjónartímum með nemendum 8. bekkjar. Fundunum var einnig ætlað að styrkja umsjónarkennara í að takast á við þær umræður sem gætu komið upp með nemendum um ýmislegt sem tengist netnotkun og stafrænum heimi.

Lokaskýrsla - Stafræn borgaravitund

Innritun í grunnskóla

Hönnun og tækni - Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Garðaskóli (2017)

Markmið:
Markmið verkefnisins var að þróa, staðfæra og ígrunda nýtt valfag með það fyrir augum að auka sjálfstæð vinnubrögð nemenda og kynna fyrir þeim hönnunarferlið og lausnamiðun í anda Maker-hreyfingarinnar. Með því að bjóða upp á kynjaskipta hópa var reynt að koma betur til móts við þátttöku stúlkna í tæknitengdu námi.

Lokaskýrsla - Hönnun og tækni

Innritun í grunnskóla

Gert verkefnið í Garðaskóla - List– og verkgreinar Náttúrugreinar Upplýsinga og tæknimennt

Garðaskóli (2017)

Markmið:
Að efla starfsfræðslu í Garðaskóla og starfsvitund nemenda. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna störf á sviði iðn- og tæknigreina. Verkefnið er unnið í framhaldi af þátttöku Garðaskóla í GERT (http://www.si.is/malaflokkar/menntamal-og-fraedsla/gert/) og því er ætlað að festa starfsfræðslu betur í sessi innan skólans.

Lokaskýrsla - Gert verkefnið í Garðaskóla

Innritun í grunnskóla

Minecraft og rökfræði - Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Garðaskóli (2016)

Markmið:

Búa til verkefni fyrir unglinga sem, í gegnum rökfræði, hafa snertiflöt við forritun og stærðfræði. Þannig var því ætlað að efla hæfni nemenda á sviði heimspeki, forritunar og stærðfræði.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

+Alftanesskóli

Þemaverkefni fyrir elsta stig - samþætting námsgreina - Erlend tungumál Íslenska List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samskipti og félagsfærni Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2015)

Markmið:

Að tengja kennslustofuna við heiminn fyrir utan og byggja á raunverulegum aðstæðum. Nemendur fái tækifæri til sköpunar og óhefðbundinnar úrvinnslu, verði sjálfstæðari í vinnubrögðum og stuðla að samvinnu þeirra.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Stuttmyndanámskeið RIFF fyrir nemendur í 6.-9. bekk í Garðabæ - List– og verkgreinar Upplýsinga og tæknimennt

Grunnskólar í Garðabæ, Garðaskóli, Álftanesskóli (2015)

Markmið:

Virkja ímyndunarafl og sköpunargleði unga fólksins og styðja við kvikmyndalæsi yngri kynslóða, sem lengi hafa búið við einsleita kvikmyndamenningu hérlendis.

Lokaskýrsla í pdf-skjali