Unglingastig grunnskóla: Samfélagsgreinar

Einstaklingsáætlun sem liður í samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna - Erlend tungumál Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samfélagsgreinar Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Sjálandsskóli 2023-2025

Markmið/verkefnið í hnotskurn:

Markmið verkefnisins var að setja saman aðgengilegt og gagnlegt form sem nýtist í nútíma skólasamfélagi. Form sem skapar aðgengilegar einstaklingsnámskrár og einstaklingsáætlanir sem styrkja nemendur í að takast á við áskoranir sem tengjast skólagöngu og mynda jákvæðan skólabrag. Einnig var markmiðið að formið gæti auðveldað kennurum og þroskaþjálfu að vinna saman með velferð barna að leiðarljósi og gera námsmat markvissara. Efla samstarf innan skólans til að halda vel utan um nemendur sem víkja frá hefðbundnu námi. Liður í því er að rýna hæfniviðmið og einfalda þau með það að leiðarljósi að fá greinargóðar upplýsingar um stöðu nemenda og byggja þannig góðan grunn.

Lokaskýrsla

„Eru ekki allir sexý?“ – kynfræðsluefni fyrir unglingastig. - Forvarnir Heilbrigði og velferð Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Sjálandsskóli (2023-2024)

Markmið/verkefnið í hnotskurn:
Markmið verkefnisins var að útbúa verkefnabanka og áætlanir sem tengjast kynfræðslu fyrir nemendur á unglingastigi. Með því að búa til kennsluefni þar sem hægt er að nálgast hugmyndir af kennslustundum, glærur og verkefni um efni sem snýr að ýmsum þáttum er varðar kynheilbrigði barna og unglinga eru meiri líkur á að fræðslan fari fram, sem þar með stuðlar að velferð nemenda og vellíðan. Við teljum að þetta verkefni sé góð viðbót við það faglega starf sem nú þegar fer fram í skólanum en samkvæmt skólastefnu Garðabæjar er lögð áhersla á fræðslu, forvarnir, sjálfsþekkingu nemenda og samskiptahæfni sem eru allt lykilþættir í kynheilbrigði barna og unglinga. Fellur þetta verkefni því einkar vel undir skólastefnu bæjarins.

Vefur: Hlekkur á verkefnabanka/kennslugögn um verkefnið á google drive. 

Lokaskýrsla - ,,Eru ekki allir sexý?" - kynfræðsluefni fyrir unglingastig

 

Orðskýringarmyndbönd í samfélagsgreinum - Samfélagsgreinar Upplýsinga og tæknimennt

Garðaskóli og Álftanesskóli (2021-2022)

·Meginmarkmið:
Styrkja fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað samfélagsgreinanám við Álftanesskóla og Garðaskóla

  • Auka samvinnu á milli skóla og skólastiga í Garðabæ
  • Efla upplýsinga- og tæknimennt með því að safna, vista og miðla nýju námsefni í samfélagsgreinum á nýjan hátt
  • Koma til móts við bráðgera nemendur
  • Gefa nemendum færi á að auka og dýpka þekkingu sína í samfélagsgreinum
  • Auðvelda seinfærum, erlendum og/eða nemendum með námsörðugleika samfélagsgreinanámið
  • Auðvelda foreldrum að fylgjast með og taka þátt í námi barnanna
  • Gera einstaklingsmiðað nám í samfélagsgreinum auðveldara og aðgengilegra

Gera nemendur sjálfstæðari í námi.
Búa til kennsluefni á myndbandaformi sem er óháð kennslubókum og tíðaranda (tímalaust efni).

Lokaskýrsla: Orðskýringarmyndbönd í samfélagsgreinum