Unglingastig grunnskóla: Læsi

Sjálandsskóli - lesskilningur - þróunarsjóðsverkefni

Lesskilningur nemenda á texta tengdum náttúrufræði - Íslenska sem annað tungumál Læsi Náttúrugreinar Samþætting námsgreina

Sjálandsskóli (2023-2024)

Markmið rannsóknarinnar er að leita leiða til að auka lesskilning nemenda með markvissum og hvetjandi námsaðferðum þar sem lögð er áhersla á texta er tengist náttúrufræði á einn eða annan hátt. Til þess er ætlunin að skoða hvort að ákveðnir kennsluhættir geti ýtt undir lesskilning. Þeir kennsluhættir leggja upp með afmörkuð lesskilningsverkefni sem hafa skýran og einfaldan ramma hvað varðar framkvæmd og eru ekki tímafrek úrlausnar. Einnig er lagt upp úr því að verkefnin verði til þess að efla samræður foreldra og nemenda á meðan verkefnin eru leyst. Leitast er við að hafa verkefnin ekki íþyngjandi nemendum samhliða venjubundnu námi og reynt að byggja upp jákvætt hugarfar nemenda til námsins sem geti leitt til markvissari ástundunar námsins og aukins árangurs. 

Lesskilningsverkefni

Lokaskýrsla - Lesskilningur nemenda á texta tengdum náttúrufræði - ásamt viðauka með lesskilningsverkefni. 

Námsumhverfi lesblindra barna - Viðhald og þróun heimasíðu - Fagmennska kennara Læsi Skóli margbreytileikans

Sjálandsskóli (2023-2024)

Markmið/verkefnið í hnotskurn:

Markmið verkefnisins var að bæta inn verkefnum og uppfæra heimasíðuna Hlusta - lesa - skrifa, sem unnin var í þróunarverkefninu: Námsumhverfi lesblindra barna skólaárið 2021-2022.
Talið var mikilvægt að viðhalda heimasíðunni í takt við þróun í tækni ásamt því að leggja áherslu á nýjan nemendahóp sem fer ört vaxandi. Með því að gefa nemendum með íslensku sem annað tungumál rými á heimasíðunni væri hægt að opna möguleika nemenda á að nýta tæknina til að auðvelda sér námið, valdefla þá, efla sjálfstraust og færni í íslensku. Þannig væri hægt að gefa þeim tækifæri á að bera kennsl á eigin hæfileika og þekkingu á þeirri námstækni er hentar hverjum og einum í nýju landi með nýtt tungumál. 

Vefsíða verkefnisins

 Lokaskýrsla - námsumhverfi lesblindra barna

Innritun í grunnskóla

Listaverk sem sameiginleg ígrundun um tilfinningar og siðferðilegt gildi - List– og verkgreinar Líðan Læsi Samskipti og félagsfærni Sköpun

Garðaskóli (2016)

Markmið:

að efla myndlistarkennslu ásamt því að efla gagnrýna hugsun um siðferðisleg álitamál. Þetta fólst í þróun kennsluefnis og leiða í kennslu til eflingar á tilfinningaþroska. Verkefnið er hluti af doktorsrannsókn Ingimars Ólafssonar Waage á siðferðislegu gildi myndlistarkennslu.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Reading Plus - Erlend tungumál Læsi

Garðaskóli (2016)

Markmið:

Stuðla að aukinni lestrarfærni nemenda (lesskilningur, lestrarhraði) með því að styðjast við forritið Reading Plus.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Höldum áfram að þróa SKÍNANDI skóla - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Hofsstaðaskóli og Garðaskóli (2016)

Framhald á verkefninu SKÍN – Innra mat til eflingar faglegs skólastarfs (2015)

Markmið:

SKÍN er samstarfsverkefni kennara og stjórnenda í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Markmið verkefnisins eru að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á seinna ári verkefnisins settu þátttakendur sér tvö yfirmarkmið til að vinna að um veturinn. Annars vegar að setja hæfniviðmið inn í námsáætlanir og kennsluseðla og hins vegar að efla innra mat skólanna.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

SKÍN - Innra mat til eflingar skólastarfs - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Garðaskóli og Hofsstaðaskóli í samstarfi við Menntaklif (2015)

Markmið:

Að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á fyrra ári verkefnisins var lögð áhersla á að gera námsmarkmið sýnilegri nemendum, þróa leiðir til að efla leiðsagnarmat innan skólanna og þróa rýniheimsóknir kennara og stjórnenda í kennslustundir, bæði félagarýni og mat stjórnenda.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig
  • Miðstig
  • Elsta stig
  • Mat á skólastarfi
  • Fagmennska kennara
  • Jafnrétti
  • Læsi
  • Lýðræði og mannréttindi
  • Íslenska
  • Stærðfræði

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Ný fimm ára deild við Sjálandsskóla

Efling læsis á unglingastigi - Læsi

Sjálandsskóli (2015)

Markmið:

Að efla læsi og þróa kennsluhætti í öllum námsgreinum í Sjálandsskóla. Læsi er einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár grunnskóla. Lögð verður áhersla á þjálfun lesturs og ritunar. Marga unglinga skortir að geta lesið sér til gagns og viljum við með þessu verkefni gera þá betur í stakk búna til að lesa sér til gagns og þar með að takast á við þau verkefni sem bíða þeirra að grunnskólanámi loknu. Við teljum mikilvægt að kennarar öðlist færni í að beita ólíkum en áhrifaríkum lestraraðferðum sem auka lesskilning og efla hæfni nemenda til að lesa. Því verður lögð áhersla á lestur til náms og yndislestur í verkefninu.

Áhersluþættir:

Lokaskýrsla í pdf-skjali