Efling læsis á unglingastigi
Sjálandsskóli (2015)
Markmið:
Að efla læsi og þróa kennsluhætti í öllum námsgreinum í Sjálandsskóla. Læsi er einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár grunnskóla. Lögð verður áhersla á þjálfun lesturs og ritunar. Marga unglinga skortir að geta lesið sér til gagns og viljum við með þessu verkefni gera þá betur í stakk búna til að lesa sér til gagns og þar með að takast á við þau verkefni sem bíða þeirra að grunnskólanámi loknu. Við teljum mikilvægt að kennarar öðlist færni í að beita ólíkum en áhrifaríkum lestraraðferðum sem auka lesskilning og efla hæfni nemenda til að lesa. Því verður lögð áhersla á lestur til náms og yndislestur í verkefninu.