Unglingastig grunnskóla: Erlend tungumál

Einstaklingsáætlun sem liður í samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna - Erlend tungumál Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samfélagsgreinar Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Sjálandsskóli 2023-2025

Markmið/verkefnið í hnotskurn:

Markmið verkefnisins var að setja saman aðgengilegt og gagnlegt form sem nýtist í nútíma skólasamfélagi. Form sem skapar aðgengilegar einstaklingsnámskrár og einstaklingsáætlanir sem styrkja nemendur í að takast á við áskoranir sem tengjast skólagöngu og mynda jákvæðan skólabrag. Einnig var markmiðið að formið gæti auðveldað kennurum og þroskaþjálfu að vinna saman með velferð barna að leiðarljósi og gera námsmat markvissara. Efla samstarf innan skólans til að halda vel utan um nemendur sem víkja frá hefðbundnu námi. Liður í því er að rýna hæfniviðmið og einfalda þau með það að leiðarljósi að fá greinargóðar upplýsingar um stöðu nemenda og byggja þannig góðan grunn.

Lokaskýrsla

Að lesa leikrit; að auka fjölbreytni í lestrar-, frásagnar og ritunarverkefnum í ensku - Erlend tungumál Lýðræði og mannréttindi Læsi Samskipti og félagsfærni Sköpun

Sjálandsskóli 2024-2025

Markmið /verkefnið í hnotskurn:

Markmið verkefnis er að útbúa kennsluefni og kennsluleiðbeiningar tengt leikritinu An Inspector Calls til notkunar í enskukennslu í 10. bekk. Kennsluefnið mun stuðla að því nemendur fái tækifæri til þess að lesa texta sem er annars eðlis og minna bókbundinn. Gefur þeim tækifæri til þess að mynda sér sínar skoðanir og tjá sig um þær. Kennsluefnið tekur mið af aðalnámsskrá grunnskóla og allt námsmat einnig.

Lokaskýrsla

 

Innritun í grunnskóla

Rafrænn verkefna- og prófabanki - Erlend tungumál Mat á skólastarfi

Garðaskóli 2023-2024

Verkefninu var ætlað að færa próf og verkefni yfir á rafrænt form innan Innu. Það auðveldar nemendum að þreyta verkefnin og auðvelda yfirferð á verkefnum og prófum á dönsku.

Lokaskýrsla - Rafrænn verkefna- og prófabanki

Innritun í grunnskóla

Reading Plus - Erlend tungumál Læsi

Garðaskóli (2016)

Markmið:

Stuðla að aukinni lestrarfærni nemenda (lesskilningur, lestrarhraði) með því að styðjast við forritið Reading Plus.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Þemaverkefni fyrir elsta stig - samþætting námsgreina - Erlend tungumál Íslenska List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samskipti og félagsfærni Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2015)

Markmið:

Að tengja kennslustofuna við heiminn fyrir utan og byggja á raunverulegum aðstæðum. Nemendur fái tækifæri til sköpunar og óhefðbundinnar úrvinnslu, verði sjálfstæðari í vinnubrögðum og stuðla að samvinnu þeirra.

Lokaskýrsla í pdf-skjali