Markmið/verkefnið í hnotskurn:
Markmið verkefnisins var að bæta inn verkefnum og uppfæra heimasíðuna Hlusta - lesa - skrifa, sem unnin var í þróunarverkefninu: Námsumhverfi lesblindra barna skólaárið 2021-2022.
Talið var mikilvægt að viðhalda heimasíðunni í takt við þróun í tækni ásamt því að leggja áherslu á nýjan nemendahóp sem fer ört vaxandi. Með því að gefa nemendum með íslensku sem annað tungumál rými á heimasíðunni væri hægt að opna möguleika nemenda á að nýta tæknina til að auðvelda sér námið, valdefla þá, efla sjálfstraust og færni í íslensku. Þannig væri hægt að gefa þeim tækifæri á að bera kennsl á eigin hæfileika og þekkingu á þeirri námstækni er hentar hverjum og einum í nýju landi með nýtt tungumál.