Leiðbeinandi kennsluhættir, virkari nemendur í grunnskólum Garðabæjar
Álftanesskóli, Flataskóli, Garðaskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli (2018)
Markmið:
Markmið verkefnisins er að fylgja eftir innleiðingu á leiðsagnarmati með því að styðja kennara í styrkja sig í leiðbeinandi kennsluháttum. Í verkefninu er stefnt að því að:
- allir kennarar nái sameiginlegum skilningi á því að leiðsagnarmat er námsmat sem er leiðbeinandi fyrir nemendur (og forráðamenn).
- allir kennarar þekki margvíslegar aðferðir og birtingarmyndir leiðsagnarmats og geti nýtt þær í sinni kennslu.
- leiðsagnarmat sé nátengt þeim hæfniviðmiðum sem stefnt er að í náminu.
- hæfniviðmið og leiðsagnarmat séu sýnileg nemendum og forráðamönnum allan námsferilinn t.d. í kennslustofum og samskiptakerfum skóla og heimila.
- kennarar fái stuðning til að skilgreina leiðsagnarmatið í sinni kennslu, staðsetja það og hefja/þróa vinnu við það án þess að verkefnið verið of tímafrekt.
- að nemendur verði virkir þátttakendur í námsmatsferlinu.
- að efla upplýsingagjöf um námsmatsferlið til forráðamanna.