Unglingastig grunnskóla: Líðan

„Eru ekki allir sexý?“ – kynfræðsluefni fyrir unglingastig. - Forvarnir Heilbrigði og velferð Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Sjálandsskóli (2023-2024)

Markmið/verkefnið í hnotskurn:
Markmið verkefnisins var að útbúa verkefnabanka og áætlanir sem tengjast kynfræðslu fyrir nemendur á unglingastigi. Með því að búa til kennsluefni þar sem hægt er að nálgast hugmyndir af kennslustundum, glærur og verkefni um efni sem snýr að ýmsum þáttum er varðar kynheilbrigði barna og unglinga eru meiri líkur á að fræðslan fari fram, sem þar með stuðlar að velferð nemenda og vellíðan. Við teljum að þetta verkefni sé góð viðbót við það faglega starf sem nú þegar fer fram í skólanum en samkvæmt skólastefnu Garðabæjar er lögð áhersla á fræðslu, forvarnir, sjálfsþekkingu nemenda og samskiptahæfni sem eru allt lykilþættir í kynheilbrigði barna og unglinga. Fellur þetta verkefni því einkar vel undir skólastefnu bæjarins.

Vefur: Hlekkur á verkefnabanka/kennslugögn um verkefnið á google drive. 

Lokaskýrsla - ,,Eru ekki allir sexý?" - kynfræðsluefni fyrir unglingastig

 

Ný fimm ára deild við Sjálandsskóla

Atvinnutengt nám á unglingastigi - Líðan Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina

Sjálandsskóli (2018)

Markmið:
Yfirmarkmið verkefnisins er að tengja nemendur á unglingastigi við atvinnulífið. Nemendur sem þurfa stuðning í bóklegu námi eða nemendur sem hafa af einhverjum orsökum dregist aftur úr námi, eru þeir sem við setjum í forgang í verkefninu. Við teljum það mjög góðan kost að tengja þessa nemendur við atvinnulífið. Markmiðið er einnig að styrkja sjálfsmynd og efla sjálfstraust þessara nemenda, efla umhverfislæsi þeirra og gefa þeim ný tækifæri til að blómstra og dafna í sínum störfum.
Lokaskýrsla - Atvinnutengt nám á unglingastigi

Samræmd íþróttakennsla í grunnskólum Garðabæjar - Fagmennska Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Líðan

Álftanesskóli, Flataskóli, Garðaskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli (2017)

Markmið:

  • Að hafa góða yfirsýn yfir heilbrigði og velferð nemenda í Garðabæ.
  • Að afla upplýsinga um líkamsatgervi allra nemenda Grunnskóla Garðabæjar.
  • Verkefninu er ætlað að auka samvinnu íþróttakennara í grunnskólum Garðabæjar, búa til gagnasafn og þannig fylgjast með þróun nemenda í íþróttum milli ára.
  • Samvinna íþróttakennara eykur gæði íþróttakennslunnar til muna og unnið verður að samræmdu námsmati.
  • Markmiðið er einnig að auka gildi hreyfingar í skólum bæjarins þar sem allir grunnskólarnir eru heilsueflandi grunnskólar.

Lokaskýrsla - samræmd íþróttakennsla í grunnskólum Garðabæjar

Innritun í grunnskóla

Listaverk sem sameiginleg ígrundun um tilfinningar og siðferðilegt gildi - List– og verkgreinar Líðan Læsi Samskipti og félagsfærni Sköpun

Garðaskóli (2016)

Markmið:

að efla myndlistarkennslu ásamt því að efla gagnrýna hugsun um siðferðisleg álitamál. Þetta fólst í þróun kennsluefnis og leiða í kennslu til eflingar á tilfinningaþroska. Verkefnið er hluti af doktorsrannsókn Ingimars Ólafssonar Waage á siðferðislegu gildi myndlistarkennslu.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Velferð barna í Garðabæ - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Skóli margbreytileikans

Grunnskólar í Garðabæ (2015)

Markmið:

Útbúa verkefnasjóð fyrir kennara, þroskaþjálfa, námsráðgjafa eða hverja þá sérfræðinga sem vinna með nemendum með fötlun. Þessir sérfræðingar fá verkefnabanka með eyðublöðum eða hugmyndabanka og verkefnalýsingar til að vinna með þegar kynna á fyrir nemendum fötlun sína. Verkefnablöðin og verkefnalýsingarnar nýtast einnig fyrir nemendur með fötlun til að kynna fötlun sína fyrir bekkjarfélögum, kennurum og öðru starfsfólki og samnemendum sínum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Afurðir verkefnisins má finna á vefnum:

http://www.menntaklif.is/velferd-barna-i-gardabae/

Innritun í grunnskóla

Það geta allir verið gordjöss - Líðan Samskipti og félagsfærni

Álftanesskóli (2015)

Markmið:

Að skapa vettvang fyrir nemendur til að auka félagslega virkni þeirra og hvetja þá til að koma með hugmyndir að tómstundastarfi sem höfðar til þeirra. Setjast niður og spjalla eða hlusta á jafningja og njóta samverunnar var takmarkið í sjálfu sér.

Áhersluþættir:

  • Elsta stig
  • Samskipti og félagsfærni
  • Líðan

Lokaskýrsla í pdf-skjali