Atvinnutengt nám á unglingastigi
Sjálandsskóli (2018)
Markmið:
Yfirmarkmið verkefnisins er að tengja nemendur á unglingastigi við atvinnulífið. Nemendur sem þurfa stuðning í bóklegu námi eða nemendur sem hafa af einhverjum orsökum dregist aftur úr námi, eru þeir sem við setjum í forgang í verkefninu. Við teljum það mjög góðan kost að tengja þessa nemendur við atvinnulífið. Markmiðið er einnig að styrkja sjálfsmynd og efla sjálfstraust þessara nemenda, efla umhverfislæsi þeirra og gefa þeim ný tækifæri til að blómstra og dafna í sínum störfum.
Lokaskýrsla - Atvinnutengt nám á unglingastigi