Skólaþing 2018

Markmið skólaþingsins var að gefa íbúum tækifæri til að hafa áhrif á skólamál bæjarins og benda á hvað má gera betur í starfi grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla. 

Miðvikudaginn 7. mars 2018 hélt Garðabær þing um skólamál í Garðabæ.  Skólaþingið var haldið í Garðaskóla í Garðabæ að þessu sinni.  Markmið skólaþingsins var að gefa íbúum tækifæri til að hafa áhrif á skólamál bæjarins og benda á hvað má gera betur í starfi grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla. Fjölmargir kennarar og aðrir starfsmenn skólanna mættu einnig til að taka þátt í þinginu.

Í gildandi skólastefnu Garðabæjar er metnaður, virðing, sköpun og gleði höfð að leiðarljósi.  Stefnan myndar umgjörð um faglegt skólastarf í bænum en í henni koma fram helstu áherslur skólastarfs í Garðabæ. Hverjum skóla er ætlað að marka sér sérstöðu með því að setja sér markmið og velja leiðir innan ramma aðalnámskrár og skólastefnu.  

Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður grunnskólanefndar og Viktoría Jensdóttir, formaður leikskólanefndar stýrðu fundinum en gestum var skipt niður í litla umræðuhópa þar sem spunnust fjörugar umræður. Meðal umræðuefna sem báru á góma í nokkrum hópum voru samstarf skóla og heimila, aðstöðumál, sérkennsla og margt fleira. 

Samantekt/niðurstöður frá skólaþinginu má finna hér.