Unglingastig grunnskóla: Jafnrétti

„Eru ekki allir sexý?“ – kynfræðsluefni fyrir unglingastig. - Forvarnir Heilbrigði og velferð Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Sjálandsskóli (2023-2024)

Markmið/verkefnið í hnotskurn:
Markmið verkefnisins var að útbúa verkefnabanka og áætlanir sem tengjast kynfræðslu fyrir nemendur á unglingastigi. Með því að búa til kennsluefni þar sem hægt er að nálgast hugmyndir af kennslustundum, glærur og verkefni um efni sem snýr að ýmsum þáttum er varðar kynheilbrigði barna og unglinga eru meiri líkur á að fræðslan fari fram, sem þar með stuðlar að velferð nemenda og vellíðan. Við teljum að þetta verkefni sé góð viðbót við það faglega starf sem nú þegar fer fram í skólanum en samkvæmt skólastefnu Garðabæjar er lögð áhersla á fræðslu, forvarnir, sjálfsþekkingu nemenda og samskiptahæfni sem eru allt lykilþættir í kynheilbrigði barna og unglinga. Fellur þetta verkefni því einkar vel undir skólastefnu bæjarins.

Vefur: Hlekkur á verkefnabanka/kennslugögn um verkefnið á google drive. 

Lokaskýrsla - ,,Eru ekki allir sexý?" - kynfræðsluefni fyrir unglingastig

 

Höldum áfram að þróa SKÍNANDI skóla - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Hofsstaðaskóli og Garðaskóli (2016)

Framhald á verkefninu SKÍN – Innra mat til eflingar faglegs skólastarfs (2015)

Markmið:

SKÍN er samstarfsverkefni kennara og stjórnenda í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Markmið verkefnisins eru að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á seinna ári verkefnisins settu þátttakendur sér tvö yfirmarkmið til að vinna að um veturinn. Annars vegar að setja hæfniviðmið inn í námsáætlanir og kennsluseðla og hins vegar að efla innra mat skólanna.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

SKÍN - Innra mat til eflingar skólastarfs - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Garðaskóli og Hofsstaðaskóli í samstarfi við Menntaklif (2015)

Markmið:

Að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á fyrra ári verkefnisins var lögð áhersla á að gera námsmarkmið sýnilegri nemendum, þróa leiðir til að efla leiðsagnarmat innan skólanna og þróa rýniheimsóknir kennara og stjórnenda í kennslustundir, bæði félagarýni og mat stjórnenda.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig
  • Miðstig
  • Elsta stig
  • Mat á skólastarfi
  • Fagmennska kennara
  • Jafnrétti
  • Læsi
  • Lýðræði og mannréttindi
  • Íslenska
  • Stærðfræði

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Velferð barna í Garðabæ - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Skóli margbreytileikans

Grunnskólar í Garðabæ (2015)

Markmið:

Útbúa verkefnasjóð fyrir kennara, þroskaþjálfa, námsráðgjafa eða hverja þá sérfræðinga sem vinna með nemendum með fötlun. Þessir sérfræðingar fá verkefnabanka með eyðublöðum eða hugmyndabanka og verkefnalýsingar til að vinna með þegar kynna á fyrir nemendum fötlun sína. Verkefnablöðin og verkefnalýsingarnar nýtast einnig fyrir nemendur með fötlun til að kynna fötlun sína fyrir bekkjarfélögum, kennurum og öðru starfsfólki og samnemendum sínum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Afurðir verkefnisins má finna á vefnum:

http://www.menntaklif.is/velferd-barna-i-gardabae/

Að kynna fötlun sína - Ég er einstök/einstakur - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Samskipti og félagsfærni Skóli margbreytileikans

Hofsstaðaskóli (2015)

Markmið:

Að útbúa verkefnasjóð fyrir kennara, þroskaþjálfa, námsráðgjafa eða hverja þá sérfræðinga sem vinna með nemendum með fötlun. Þessir sérfræðingar fá verkefnabanka með eyðublöðum eða hugmyndabanka og verkefnalýsingar til að vinna með þegar kynna á fyrir nemendum fötlun sína. Verkefnablöðin og verkefnalýsingarnar nýtast einnig fyrir nemendur með fötlun til að kynna fötlun sína fyrir bekkjarfélögum, kennurum og öðru starfsfólki og samnemendum sínum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali