Unglingastig grunnskóla: Sköpun

„Eru ekki allir sexý?“ – kynfræðsluefni fyrir unglingastig. - Forvarnir Heilbrigði og velferð Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Sjálandsskóli (2023-2024)

Markmið/verkefnið í hnotskurn:
Markmið verkefnisins var að útbúa verkefnabanka og áætlanir sem tengjast kynfræðslu fyrir nemendur á unglingastigi. Með því að búa til kennsluefni þar sem hægt er að nálgast hugmyndir af kennslustundum, glærur og verkefni um efni sem snýr að ýmsum þáttum er varðar kynheilbrigði barna og unglinga eru meiri líkur á að fræðslan fari fram, sem þar með stuðlar að velferð nemenda og vellíðan. Við teljum að þetta verkefni sé góð viðbót við það faglega starf sem nú þegar fer fram í skólanum en samkvæmt skólastefnu Garðabæjar er lögð áhersla á fræðslu, forvarnir, sjálfsþekkingu nemenda og samskiptahæfni sem eru allt lykilþættir í kynheilbrigði barna og unglinga. Fellur þetta verkefni því einkar vel undir skólastefnu bæjarins.

Vefur: Hlekkur á verkefnabanka/kennslugögn um verkefnið á google drive. 

Lokaskýrsla - ,,Eru ekki allir sexý?" - kynfræðsluefni fyrir unglingastig

 

Upplýsingatækni

21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar - Fagmennska kennara Mat á skólastarfi Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli, Flataskóli, Sjálandsskóli, Álftanesskóli, Garðaskóli og Urriðaholtsskóli (2021-2022)

Markmið verkefnisins er að efla og samhæfa færni starfsmanna í upplýsingatækni í grunnskólum Garðabæjar. Áherslur á innleiðingu á G-Suite, Office 365 og nýsköpun með tækni. Efla færni þeirra til að koma á móts við nemendur með mismunandi þarfir s.s. bráðgera nemendur og stuðla að nýsköpun og skólaþróun allra grunnskólanna. Gera kennsluefnið aðgengilegt öllum á tíma sem hentar hverjum og einum. Myndböndin eru aðgreind eftir forritum, námsgreinum og stigi. Einnig má finna tengla á helstu gagnasöfn sem nýtast við kennslu og nám, leiðbeiningar um leit á internetinu, vefsíður og myndbönd um menntarannsóknir og annan fróðleik um kennslu.

Vefslóð: https://kennarar.gbrskoli.is/
Lokaskýrsla: 21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar

Innritun í grunnskóla

Áhugasviðsverkefni - Íslenska Íslenska sem annað tungumál Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Markmiðið var að gera vefsíðu um áhugasviðsverkefni og auðvelda kennurum að skipuleggja og nota slík verkefni í kennslu. Á vefsíðunni er hugmyndabanki, ýmis eyðublöð og tenglar sem kennarar geta nýtt sér.

Vefur:  ahugasvid.is

Lokaskýrsla - áhugasviðsverkefni.

Nýsköpun og vöruhönnun - Garðaskóli - Hönnunarsafn

Nýsköpun og vöruhönnun - List– og verkgreinar Sköpun

Garðaskóli (2018)

Verkefnið í hnotskurn:
Verkefnið var samvinnuverkefni með Frumbjörgu, Frumkvöðlasetri Sjálfsbjargar og kennt í áfanganum Nýsköpun og vöruhönnun í Garðaskóla, Garðabæ. Verkefninu var ætlað, auk annars, að hjálpa nemendum að þjálfa hönnunarhugsun (Design thinking) með því að setja sig í spor hreyfihamlaðra og finna lausnir á áskorunum því tengdu.

Markmið:
Auka nýsköpun í skólastarfi. Efla skapandi hugsun, samvinnu og útsjónarsemi nemenda. Stór hluti verkefnisins snýst um samkennd og að nemendur geti sett sig í spor annarra, sérstaklega þeirra sem eru fatlaðir eða hreyfihamlaðir, fundið áskoranir daglegs lífs sem þessi hópur fólks glímir við og í framhaldi mögulegar lausnir við þeim vanda.

Lokaskýrsla - Nýsköpun og vöruhönnun

Innritun í grunnskóla

Frá rusli að vöru: Neytenda- og umhverfisvitund - Náttúrugreinar Sköpun

Garðaskóli (2018)

Markmið:
Markmið verkefnisins var að ýta undir neytenda- og umhverfisvitund nemenda og starfsmanna í Garðaskóla með því að kynna fyrir þeim það ferli og möguleika sem endurvinnsla plasts felur í sér.

Verkefnið fól í sér sérfræðiaðstoð við byggingu tveggja véla sumar 2018 sem staðsettar eru í smíðastofu Garðaskóla. Önnur vélin hakkar niður plast (e. shredder) og hin er vinnsluvél (e. extruder) sem býr til plastafurð, sem svo hægt er að vinna nánar með í skólanum. Verkefnið var unnið að fyrirmynd Precious Plastic samtakanna.

Lokaskýrsla - Frá rusli að vöru - Neytenda- og umhverfisvitund

Ný fimm ára deild við Sjálandsskóla

Tæknitröll 12-16 ára hljóð-og ljósanámskeið - List– og verkgreinar Sköpun

Sjálandsskóli, félagsmiðstöðin Klakinn (2017)

Markmið:
Markmið verkefnisins voru að nemendur skólans yrðu færir að taka að sér tæknimál skólans þegar viðburðir, leikrit og fl. tilfallandi kemur upp. Nemendur mundu læra að vinna með þau tæki sem skólinn og félagsmiðstöðin á og verða með ljósa- og hljóðmál á hreinu. Markmiðið var einnig að fá aðila til að meta tæknimál skólans og bæta við og laga það sem var ábótavant í tækni- og ljósamálum inni í hátíðarsal skólans.

Lokaskýrsla - Tæknitröll

Innritun í grunnskóla

Hönnun og tækni - Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Garðaskóli (2017)

Markmið:
Markmið verkefnisins var að þróa, staðfæra og ígrunda nýtt valfag með það fyrir augum að auka sjálfstæð vinnubrögð nemenda og kynna fyrir þeim hönnunarferlið og lausnamiðun í anda Maker-hreyfingarinnar. Með því að bjóða upp á kynjaskipta hópa var reynt að koma betur til móts við þátttöku stúlkna í tæknitengdu námi.

Lokaskýrsla - Hönnun og tækni

Innritun í grunnskóla

Listaverk sem sameiginleg ígrundun um tilfinningar og siðferðilegt gildi - List– og verkgreinar Líðan Læsi Samskipti og félagsfærni Sköpun

Garðaskóli (2016)

Markmið:

að efla myndlistarkennslu ásamt því að efla gagnrýna hugsun um siðferðisleg álitamál. Þetta fólst í þróun kennsluefnis og leiða í kennslu til eflingar á tilfinningaþroska. Verkefnið er hluti af doktorsrannsókn Ingimars Ólafssonar Waage á siðferðislegu gildi myndlistarkennslu.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Minecraft og rökfræði - Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Garðaskóli (2016)

Markmið:

Búa til verkefni fyrir unglinga sem, í gegnum rökfræði, hafa snertiflöt við forritun og stærðfræði. Þannig var því ætlað að efla hæfni nemenda á sviði heimspeki, forritunar og stærðfræði.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Þemaverkefni fyrir elsta stig - samþætting námsgreina - Erlend tungumál Íslenska List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samskipti og félagsfærni Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2015)

Markmið:

Að tengja kennslustofuna við heiminn fyrir utan og byggja á raunverulegum aðstæðum. Nemendur fái tækifæri til sköpunar og óhefðbundinnar úrvinnslu, verði sjálfstæðari í vinnubrögðum og stuðla að samvinnu þeirra.

Lokaskýrsla í pdf-skjali