Nýsköpun og vöruhönnun

Garðaskóli (2018)

List– og verkgreinar Sköpun

Verkefnið í hnotskurn:
Verkefnið var samvinnuverkefni með Frumbjörgu, Frumkvöðlasetri Sjálfsbjargar og kennt í áfanganum Nýsköpun og vöruhönnun í Garðaskóla, Garðabæ. Verkefninu var ætlað, auk annars, að hjálpa nemendum að þjálfa hönnunarhugsun (Design thinking) með því að setja sig í spor hreyfihamlaðra og finna lausnir á áskorunum því tengdu.

Markmið:
Auka nýsköpun í skólastarfi. Efla skapandi hugsun, samvinnu og útsjónarsemi nemenda. Stór hluti verkefnisins snýst um samkennd og að nemendur geti sett sig í spor annarra, sérstaklega þeirra sem eru fatlaðir eða hreyfihamlaðir, fundið áskoranir daglegs lífs sem þessi hópur fólks glímir við og í framhaldi mögulegar lausnir við þeim vanda.

Lokaskýrsla - Nýsköpun og vöruhönnun