Frá rusli að vöru: Neytenda- og umhverfisvitund

Garðaskóli (2018)

Náttúrugreinar Sköpun

Markmið:
Markmið verkefnisins var að ýta undir neytenda- og umhverfisvitund nemenda og starfsmanna í Garðaskóla með því að kynna fyrir þeim það ferli og möguleika sem endurvinnsla plasts felur í sér.

Verkefnið fól í sér sérfræðiaðstoð við byggingu tveggja véla sumar 2018 sem staðsettar eru í smíðastofu Garðaskóla. Önnur vélin hakkar niður plast (e. shredder) og hin er vinnsluvél (e. extruder) sem býr til plastafurð, sem svo hægt er að vinna nánar með í skólanum. Verkefnið var unnið að fyrirmynd Precious Plastic samtakanna.

Lokaskýrsla - Frá rusli að vöru - Neytenda- og umhverfisvitund