„Eru ekki allir sexý?“ – kynfræðsluefni fyrir unglingastig.
Sjálandsskóli (2023-2024)
Markmið/verkefnið í hnotskurn:
Markmið verkefnisins var að útbúa verkefnabanka og áætlanir sem tengjast kynfræðslu fyrir nemendur á unglingastigi. Með því að búa til kennsluefni þar sem hægt er að nálgast hugmyndir af kennslustundum, glærur og verkefni um efni sem snýr að ýmsum þáttum er varðar kynheilbrigði barna og unglinga eru meiri líkur á að fræðslan fari fram, sem þar með stuðlar að velferð nemenda og vellíðan. Við teljum að þetta verkefni sé góð viðbót við það faglega starf sem nú þegar fer fram í skólanum en samkvæmt skólastefnu Garðabæjar er lögð áhersla á fræðslu, forvarnir, sjálfsþekkingu nemenda og samskiptahæfni sem eru allt lykilþættir í kynheilbrigði barna og unglinga. Fellur þetta verkefni því einkar vel undir skólastefnu bæjarins.
Vefur: Hlekkur á verkefnabanka/kennslugögn um verkefnið á google drive.
Lokaskýrsla - ,,Eru ekki allir sexý?" - kynfræðsluefni fyrir unglingastig