Jóga, hugleiðsla og slökun
Sjálandsskóli (2015)
Markmið:
Kenna nemendum að njóta þess að vera hér og nú og njóta stundarinnar. Þjálfa einbeitingu, jákvæðar hugsanir, að hafa stjórn á huga sínum og losa sig við íþyngjandi hugsanir. Kenna nemendum að gefa sér tíma til að horfa inn á við, læra að þekkja sjálfan sig, standa með sjálfum sér og blómstra á sinn eigin hátt í stað þess að fylgja fjöldanum. Einnig að bæta andrúmsloftið í kennslustundum og samskiptin á milli nemenda. Markmið verkefnisins er að auka vellíðan nemenda í skólanum, þjálfa einbeitingu, vinna með kvíða til að stuðla að auknum gæðum náms.