GERT verkefnið í Garðaskóla

Garðaskóli (2015)

Markmið:

Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni er heiti aðgerðaráætlunar Samtaka iðnaðarins, Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að auka áhuga grunnskólanemenda á raunvísindum og tækni. Markmiðið með GERT verkefninu í Garðaskóla er auk þess sem hér var nefnt, að efla sýn nemenda á þeim fjölbreyttu störfum sem unnin eru innan þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að GERT verkefninu. Einnig að opna augu nemenda fyrir tengslum starfa við nám bæði í framhaldsskóla og þegar lengra er komið og brúa það bil sem er á milli núverandi stöðu og framtíðarþarfa nemenda og vinnumarkaðar.

Lokaskýrsla í pdf-skjali