Jazzhátíð Garðabæjar var haldin í tólfta sinn dagana 20.-22. apríl sl. Í ár var boðið upp á þrenna tónleika að kvöldi til í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Einnig var þéttskipuð dagskrá á laugardeginum þegar boðið var upp á þrenna tónleika að degi til í Kirkjuhvoli, Jónshúsi og Haukshúsi á Álftanesi.
Lesa meira
Þriðjudaginn 25. apríl sl. var haldið í fyrstu fræðslu- og sögugöngu vorsins á Degi umhverfisins. Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar, sá um leiðsögn með aðstoð Erlu Biljar umhverfisstjóra Garðabæjar.
Lesa meira
Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi sínum 6. apríl sl. að leggja fram tillögu til mennta- og menningarráðherra um að Garðahverfi verði gert að verndarsvæði í byggð. Til að kynna nánar tillöguna verður haldinn íbúafundur miðvikudaginn 3. maí nk.kl.17:00 í samkomuhúsinu á Garðaholti.
Lesa meira
Þriðjudaginn 25. apríl nk. á Degi umhverfisins verður haldið í sögugöngu um Arnarnesið undir leiðsögn Arinbjörns Vilhjálmssonar skipulagsstjóra Garðabæjar. Gangan er létt og þægileg og á leiðinni verður fræðst um Wegenerstöpul og Gvendarlind.
Lesa meira
Stangveiðileyfi í Vífilsstaðavatni eru seld með Veiðikortinu og veiðitímabilið er frá 1. apríl til 15. september. Vífilsstaðavatn og umhverfi er fuglafriðland og þar er afar fjölbreytt fuglalíf. Þessa dagana er vorkoma fugla og mikilvægt að fólk sem dvelur í friðlandinu taki tillit til fuglalífsins
Lesa meira
Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra undirrituðu í dag, miðvikudaginn 19. apríl, samning um kaup Garðabæjar á landi Vífilsstaða. Undirritunin fór fram í golfskála GKG í Garðabæ.
Lesa meira
Forseti Íslands heimsótti hjúkrunarheimilið og þjónustumiðstöðina Ísafold fimmtudaginn 6. apríl sl. Þann dag hélt Ísafold upp á það að fjögur ár eru frá því að hjúkrunarheimilið var opnað formlega. Heimilismenn Ísafoldar sem og gestir sem sækja dagdvölina í Ísafold ?fjölmenntu í salinn á jarðhæð þar sem boðað var til kaffisamsætis með forsetanum.
Lesa meira
Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin dagana 20.-22. apríl nk. Hátíðin sem nú er haldin í 12. sinn er á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi er Sigurður Flosason tónlistarmaður. Í ár skartar hátíðin fjölbreyttu úrvali íslenskra jazztónlistarmanna á ýmsum aldri og boðið verður upp á ólík stílbrigði jazz við allra hæfi. Hátíðin fær að þessu sinni til sín marga gesti að utan frá Lúxemborg og nágrannaríkjum okkar Danmörku og Svíþjóð.
Lesa meira
Sumarkomunni verður fagnað hér í Garðabæ á sumardaginn fyrsta 20 apríl n.k. Hátíðahöldin eru sem fyrr í umsjá skátafélagsins Vífils sem fagnar 50 ára afmæli sínu á þessu ári.
Lesa meira
Árlegt hreinsunarátak í Garðabæ verður dagana 18.-30. apríl nk. Þá geta hópar tekið sig saman um að hreinsa svæði í bæjarlandinu og fengið fjárstyrk að launum t.d. til að verðlauna sig með grillveislu að loknu góðu verki. Nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar eru hvattir til að taka þátt í hreinsunarátakinu með það að markmiði að Garðabær verði einn snyrtilegasti bær landsins.
Lesa meira
Í Bókasafni Garðabæjar við Garðatorg verður boðið upp á bíósýningar fyrir grunnskólabörn í páskafríinu 10.-12. apríl nk. Bíósýningarnar hefjast kl. 10
Lesa meira
Garðabær og fjármála- og efnahagsráðuneytið f.h. ríkissjóðs hafa náð samkomulagi um að Garðabær kaupi jörðina Vífilsstaði. Um er að ræða alls 202,4 ha sem er svæðið í kringum Vífilsstaðaspítala, svæði austan Vífilsstaða (Skyggnir), núverandi golfvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli.
Lesa meira