Fréttir: mars 2018
Fyrirsagnalisti
Nemendur úr Garðabæ stóðu sig vel í Stóru upplestrarkeppninni
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Seltjarnarneskirkju mánudaginn 19. mars sl. Á lokahátíðinni fengu 11 nemendur í sjöunda bekk úr Alþjóðaskólanum, Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Valhúsaskóla (grunnskóli Seltjarnarness) að spreyta sig á upplestri á fyrirfram ákveðnum texta úr skáldsögum og ljóðum.
Lesa meiraSund og menning um páskana
FG vann Gettu betur
Lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ sigraði í spurningakeppninni Gettu betur síðastliðinn föstudag. Þetta er í fyrsta sinn sem FG sigrar keppnina sem fór fram í Háskólabíói og var sýnd í beinni útsendingu á RÚV.
Lesa meiraFlataskóli er eTwinning skóli
Flataskóli í Garðabæ hlaut titilinn eTwinning skóli á dögunum og varð þar með einn af fjórum fyrstu skólum á Íslandi til að fá þann titil.
Lesa meiraFuglar á vötnum og votlendi í Garðabæ
Fuglar á vötnum og votlendi í Garðabæ
Í nýrri skýrslu sem ber heitið Fuglar á helstu vötnum og mýrlendi í Garðabæ og var unnin að beiðni umhverfisnefndar Garðabæjar, er sagt frá talningu fugla í bæjarlandinu á árinu 2017. Í skýrslunni kemur fram að alls hafi sést 50 fuglategundir á öllum talningarsvæðum. ?
Lesa meiraPlastið í poka - myndband
Íbúar í Garðabæ geta nú sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna (orkutunnuna). Plastpokarnir eru svo flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu. Á vef SORPU má finna einfalt og skemmtilegt myndband sem sýnir leiðina sem plastið fer.
Lesa meiraFG í úrslit Gettu betur
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ hafði betur gegn Menntaskólanum á Akureyri í seinni viðureign undanúrslita Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem fram fór á föstudaginn.
Lesa meiraFlatóvision 2018
Hið árlega Flatóvision fór fram í Flataskóla í Garðabæ fimmtudaginn 15. mars síðastliðinn. Um er að ræða einn þátt í eTwinningverkefninu Schoolovision sem er verkefni margra skóla í Evrópu.
Lesa meiraSterk fjárhagsstaða Garðabæjar
Undraveröld Kron by Kronkron í Hönnunarsafni Íslands
Undraveröld Kron by Kronkron er heiti sýningar sem opnar í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi, sunnudaginn 18. mars kl. 16. Um er að ræða sköpunarverk þeirra Hugrúnar Árnadóttur og Magna Þorsteinssonar sem hafa á síðustu tíu árum hannað, framleitt og selt um allan heim yfir 2000 tegundir hluta, þar af yfir 1200 skótegundir sem eru uppistaðan á þessari sýningu. Sýningaropnunin er hluti af HönnunarMars sem fer fram í tíunda sinn dagana 15-18. mars næstkomandi.
Lesa meiraSöngleikur Garðalundar vekur lukku
Félagsmiðstöðin Garðalundur sem staðsett er í Garðaskóla, setur árlega upp söngleik og í ár var söngleikurinn Grease sýndur í skólanum í febrúar og fram í mars. Sýningin vakti mikla lukku hjá áhorfendum sem fylltu Garðaskóla kvöld eftir kvöld.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða