Fréttir: mars 2018

Fyrirsagnalisti

Stóra upplestrakeppnin

28. mar. 2018 : Nemendur úr Garðabæ stóðu sig vel í Stóru upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Seltjarnarneskirkju mánudaginn 19. mars sl. Á lokahátíðinni fengu 11 nemendur í sjöunda bekk úr Alþjóðaskólanum, Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Valhúsaskóla (grunnskóli Seltjarnarness) að spreyta sig á upplestri á fyrirfram ákveðnum texta úr skáldsögum og ljóðum.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

28. mar. 2018 : Sund og menning um páskana

Álftaneslaug er opin á skírdag frá kl. 10-18, laugardaginn 31. mars frá 9-18 og annan í páskum frá kl. 10-18. Hönnunarsafn Íslands er opið á skírdag frá 12-17 og á laugardag frá 12-17. Lesa meira
FG sigraði Gettu betur

26. mar. 2018 : FG vann Gettu betur

Lið Fjöl­brauta­skól­ans í Garðabæ sigraði í spurn­inga­keppn­inni Gettu bet­ur síðastliðinn föstudag. Þetta er í fyrsta sinn sem FG sigrar keppnina sem fór fram í Há­skóla­bíói og var sýnd í beinni út­send­ingu á RÚV.

Lesa meira
eTwinning

26. mar. 2018 : Flataskóli er eTwinning skóli

Flataskóli í Garðabæ hlaut titilinn eTwinning skóli á dögunum og varð þar með einn af fjórum fyrstu skólum á Íslandi til að fá þann titil.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

21. mar. 2018 : Fuglar á vötnum og votlendi í Garðabæ

Fuglaskýrsla 2006 Lesa meira
Vífilsstaðavatn

21. mar. 2018 : Fuglar á vötnum og votlendi í Garðabæ

Í nýrri skýrslu sem ber heitið Fuglar á helstu vötnum og mýrlendi í Garðabæ og var unnin að beiðni umhverfisnefndar Garðabæjar, er sagt frá talningu fugla í bæjarlandinu á árinu 2017. Í skýrslunni kemur fram að alls hafi sést 50 fuglategundir á öllum talningarsvæðum. ?

Lesa meira
Plast í poka

20. mar. 2018 : Plastið í poka - myndband

Íbúar í Garðabæ geta nú sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna (orkutunnuna). Plastpokarnir eru svo flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu. Á vef SORPU má finna einfalt og skemmtilegt myndband sem sýnir leiðina sem plastið fer.

Lesa meira
Lið FG í Gettu betur

19. mar. 2018 : FG í úrslit Gettu betur

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ hafði betur gegn Menntaskólanum á Akureyri í seinni viðureign undanúrslita Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem fram fór á föstudaginn.

Lesa meira
Flatóvision

19. mar. 2018 : Flatóvision 2018

Hið árlega Flatóvision fór fram í Flataskóla í Garðabæ fimmtudaginn 15. mars síðastliðinn. Um er að ræða einn þátt í eTwinningverkefninu Schoolovision sem er verkefni margra skóla í Evrópu.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

13. mar. 2018 : Sterk fjárhagsstaða Garðabæjar

Ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2017, sem lagður var fram á fundi bæjarráðs Garðabæjar í dag, þriðjudaginn 13. mars 2018, lýsir mjög sterkri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Rekstarafgangur nemur 1.153 millj. kr. en áætlun hafði gert ráð fyrir 520 millj. kr. rekstrarafgangi. Veltufé frá rekstri nam 2.215 millj. kr. sem er um 16% í hlutfalli við rekstartekjur. Lesa meira
Kron by Kronkron

12. mar. 2018 : Undraveröld Kron by Kronkron í Hönnunarsafni Íslands

Undraveröld Kron by Kronkron er heiti sýningar sem opnar í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi, sunnudaginn 18. mars kl. 16. Um er að ræða sköpunarverk þeirra Hugrúnar Árnadóttur og Magna Þorsteinssonar sem hafa á síðustu tíu árum hannað, framleitt og selt um allan heim yfir 2000 tegundir hluta, þar af yfir 1200 skótegundir sem eru uppistaðan á þessari sýningu. Sýningaropnunin er hluti af HönnunarMars sem fer fram í tíunda sinn dagana 15-18. mars næstkomandi.

Lesa meira
Grease söngleikur

8. mar. 2018 : Söngleikur Garðalundar vekur lukku

Félagsmiðstöðin Garðalundur sem staðsett er í Garðaskóla, setur árlega upp söngleik og í ár var söngleikurinn Grease sýndur í skólanum í febrúar og fram í mars. Sýningin vakti mikla lukku hjá áhorfendum sem fylltu Garðaskóla kvöld eftir kvöld.

Lesa meira
Síða 1 af 2