19. mar. 2018

FG í úrslit Gettu betur

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ hafði betur gegn Menntaskólanum á Akureyri í seinni viðureign undanúrslita Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem fram fór á föstudaginn.

  • Lið FG í Gettu betur
    Lið FG í Gettu betur

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ hafði betur gegn Menntaskólanum á Akureyri í seinni viðureign undanúrslita Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem fram fór á föstudaginn.

FG byrjaði af miklum krafti og var með forskot alla viðureignina en svo fór að FG vann með 40 stigum gegn 28 stigum MA. 

Úrslitaviðureignin fer fram í Háskólabíó, föstudaginn 23. mars kl. 20:05 og er í beinni útsendingu á RÚV. Þar mun FG mæta Kvennaskólanum í Reykjavík sem hefur titil að verja sem handhafi Hljóðnemans frá síðasta ári.
 
Hér má sjá stutt myndband um FG og liðið sem keppir fyrir hönd skólans í Gettu betur.