Fréttir: apríl 2021
Fyrirsagnalisti

Fengu sófa að gjöf
Að Móaflöt í Garðabæ er rekin skammtímavistun fyrir 32 börn sem eru á aldrinum sex til átján ára. Á dögunum komu meðlimir Kiwanisklúbbanna Setbergs í Garðabæ og Eldeyjar í Kópavogi færandi hendi með sófa að gjöf til heimilisfólks.
Lesa meira
Samstarfssamningur við Grósku endurnýjaður
Þann 12. apríl sl. var undirritaður samstarfssamningur milli Garðabæjar og myndlistarfélagsins Grósku til tveggja ára.
Lesa meira
Rafskútur Hopp í Garðabæ
Íslenska fyrirtækið Hopp hefur unnið að því síðustu daga að fjölga rafskútum á höfuðborgarsvæðinu og eru nú komnar rafskútur frá fyrirtækinu sem hægt er að leigja og keyra um í Garðabæ.
Lesa meira
Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur v/Covid - frestur til 15. apríl
Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er allt að 45.000 kr fyrir hvert barn. Frestur til að sækja um hefur verið framlengdur til 15. apríl nk.
Lesa meira
Ný fræðsluskilti um herminjar í Garðabæ
Ný fræðsluskilti um herminjar í Garðabæ voru afhjúpuð á Garðaholti ofarlega á holtinu austan megin við Garðaholtsveg og í hverfinu Urriðaholti efst á holtinu við Lindastræti á horninu syðst við bílastæði Urriðaholtsskóla. Fræðsluskiltin hlutu brautargengi og voru meðal verkefna sem voru kosin áfram til framkvæmda í fyrstu íbúakosningum lýðræðisverkefnisins Betri Garðabæjar árið 2019.
Lesa meira
Upplýstir og virkir foreldrar eru besta forvörnin
Miðvikudagskvöldið 7. apríl sl. var haldinn opinn fundur um líðan unglinga í Garðabæ. Upptaka af útsendingunni verður aðgengileg á vef Garðabæjar og á fésbókarsíðu bæjarins fram til mánudags 12. apríl nk.
Lesa meira
Opinn fundur kl. 20 í kvöld í beinni útsendingu um líðan unglinga í Garðabæ
Í kvöld, miðvikudaginn 7. apríl kl. 20:00, verður bein útsending á netinu frá opnum fundi um líðan unglinga í Garðabæ. Upplýstir og virkir foreldrar eru besta forvörnin!
Lesa meira