Fréttir: mars 2022

Fyrirsagnalisti

31. mar. 2022 : Saumavélakennsla og söngstund á Bókasafni Garðabæjar

Laugardaginn 2. apríl kl. 13:30 mun Bókasafn Garðabæjar bjóða upp á kennslu í fataviðgerðum og á saumavél.

Lesa meira

30. mar. 2022 : Álftanesvegur lokaður vegna kvikmyndatöku

Minnt er á lokun í dag, miðvikudaginn 30. mars þegar Álftanesvegur verður lokaður að hluta fyrir umferð vegna kvikmyndatöku. Hjáleið verður í staðinn um Garðahraunsveg (gamla Álftanesveg) þar sem verður leyft að keyra í gegn á meðan. Gert er ráð fyrir að lokunin á Álftanesvegi standi yfir frá kl.9:00 til kl. 19:00. 

Lesa meira

25. mar. 2022 : Leiðsögn um sýninguna SUND í Hönnunarsafni Íslands

Sunnudaginn 27. mars nk. kl. 13 munu sýningarstjórar SUNDs, þau Valdimar T. Hafstein, þjóðfræðingur og Brynhildur Pálsdóttir, hönnuður ganga með gestum um sýninguna og draga fram áhugaverðar sögur tengdar sundinu og sýningunni sem er haldin í Hönnunarsafni Íslands.

Lesa meira
Bikarmeistarar í mfl. karla í körfuknattleik. Mynd: Bára Dröfn -karfan.is

22. mar. 2022 : Fimm bikarmeistaratitlar í Garðabæinn

Stjarnan var með sanni lið helgarinnar í bikarkeppnum körfuboltans því alls unnu flokkar félagsins fimm bikarmeistaratitla af þeim níu sem voru í boði.

Lesa meira
Turn tekin úr kirkjuturni

17. mar. 2022 : Biðlisti vegna sumarstarfa

Umsóknarfrestur um sumarstörf hjá Garðabæ rann út í byrjun mánaðarins. Ákveðið hefur verið að opna fyrir umsóknir á biðlista og mun verða hægt að sækja um á biðlistann til og með 30. apríl. Byrjað verður að vinna úr umsóknum í lok mars.

Lesa meira
Á myndinni eru frá vinstri: Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Gunnar Einarsson formaður stjórnar SSH og bæjarstjóri Garðabæjar, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, Regína H Guð

16. mar. 2022 : Sameiginleg yfirlýsing um samstarf vegna sorphirðu

Fulltrúar sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu um samstarf vegna sorphirðu á dögunum í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi. 

Lesa meira
Aðkomutákn Garðabæjar

15. mar. 2022 : Traust fjárhagsstaða Garðabæjar

Ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2021, sem lagður var fram á fundi bæjarráðs Garðabæjar í dag, þriðjudaginn 15. mars 2022, lýsir sterkri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.

Lesa meira
Nemendur Hofsstaðaskóla byggðu skólann sinn í minecraft.

15. mar. 2022 : Uppbygging Hofsstaðaskóla í Minecraft

Nemendur í Hofsstaðaskóla áttu í sameiningu að byggja skólann sinn og verkfærið sem þeir fengu var tölva og Minecraft hugbúnaðurinn.

Lesa meira

15. mar. 2022 : Truflun á kalda vatninu

Vegna bil­un­ar í veitukerfi gæti orðið truflun á kalda vatninu í Garðabæ í dag, 15. mars. 

Lesa meira
Gul viðvörun

13. mar. 2022 : Gul veðurviðvörun 14. mars

GUL VIÐVÖRUN, YELLOW WARNING, STOPIEŃ ZAGROŻENIA 1 (ŻÓŁTY ALERT) Gul veðurviðvörun er í gildi mánudaginn 14. mars frá kl. 10:00 til kl.17:00.

Lesa meira
Vinningstillaga leikskóli í Urriðaholti

11. mar. 2022 : Nýr leikskóli í Urriðaholti

Haustið 2022 mun 6 deilda leikskóli taka til starfa við Kauptún í Garðabæ í húseiningum sem verða reistar á staðnum. Leikskólinn er undanfari nýs 6 deilda leikskóla fyrir allt að 120 börn við Holtsveg í Urriðaholti sem verður tekinn í notkun haustið 2023.

Lesa meira
Miðgarður í Vetrarmýri

9. mar. 2022 : Engar skemmdir á Miðgarði

Vegna frétta um vatn umhverfis Miðgarð er rétt að láta vita af því að engar eða sáralitlar skemmdir urðu á Miðgarði vegna þess og hefur starfsemi hússins ekki raskast á neinn hátt. Allar íþróttaæfingar eru á áætlun í húsinu.

Lesa meira
Síða 1 af 2