30. mar. 2022

Álftanesvegur lokaður vegna kvikmyndatöku

Minnt er á lokun í dag, miðvikudaginn 30. mars þegar Álftanesvegur verður lokaður að hluta fyrir umferð vegna kvikmyndatöku. Hjáleið verður í staðinn um Garðahraunsveg (gamla Álftanesveg) þar sem verður leyft að keyra í gegn á meðan. Gert er ráð fyrir að lokunin á Álftanesvegi standi yfir frá kl.9:00 til kl. 19:00. 

Minnt er á lokun í dag, miðvikudaginn 30. mars þegar Álftanesvegur verður lokaður að hluta fyrir umferð vegna kvikmyndatöku. Hjáleið verður í staðinn um Garðahraunsveg (gamla Álftanesveg) þar sem verður leyft að keyra í gegn á meðan. Gert er ráð fyrir að lokunin á Álftanesvegi standi yfir frá kl.9:00 til kl. 19:00. Á mynd hér fyrir ofan má sjá rauðmerkt þar sem lokun verður og grænmerkt þar sem hægt verður að aka á meðan.

True North kvikmyndafyrirtækið sem fær leyfi fyrir kvikmyndatöku á Álftanesvegi þennan dag mun senda upplýsingar um lokunina í dreifibréfi í íbúðarhús í Prýðahverfi, Álftanesi og Garðahverfi.
Lokunin er gerð í samráði við lögreglu, Vegagerðina og aðra er málið varðar.