Fréttir: júlí 2018

Fyrirsagnalisti

27. júl. 2018 : Frumleg uppskeruhátíð skapandi sumarstarfs

Uppskeruhátíð skapandi sumarstarfa í Garðabæ var haldin fimmtudaginn 26. júlí sl. Á hátíðinni sýndu 14 ungir einstaklingar ýmis verk sem þau hafa unnið að í sumar,  bæði einstaklingsverkefni sem og hópaverkefni.

Lesa meira
Gb Jazz í Bókasafni Garðabæjar

26. júl. 2018 : Sumardjass í Garðabænum

G♭Jazz er djasshljómsveit sem samanstendur af nemendum á fjölbreyttum aldri úr Tónlistarskóla Garðabæjar.  Í sumar hefur hljómsveitin spilað ljúfa tóna víðsvegar um Garðabæinn.  

Lesa meira
Skiptibókamarkaður í bókasafninu

20. júl. 2018 : Föstudagsföndur í bókasafninu

Bókasafn Garðabæjar hefur í sumar boðið upp á föstudagsföndur fyrir börn í safninu á Garðatorgi frá kl. 10-12.  

Lesa meira
Uppskeruhátíð skapandi sumarstarfa í Garðabæ

20. júl. 2018 : Uppskeruhátíð og sýningar hjá skapandi sumarstörfum

Skapandi sumarstörf eru hluti af sumarstarfi ungmenna í Garðabæ. Markmiðið með starfinu er að styðja við ungt skapandi fólk í bænum og veita því tækifæri til að vinna á markvissan hátt að verkefnum sínum. 

Lesa meira
Turn tekin úr kirkjuturni

18. júl. 2018 : Persónuverndarstefna Garðabæjar samþykkt

Persónuverndarstefna Garðabæjar var samþykkt á fundi bæjarráðs Garðabæjar 17. júlí sl. Stefnan gildir skv. lögum nr.90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Lesa meira
Krókur á Garðaholti

13. júl. 2018 : Sumaropnun í Króki

Krókur á Garðaholti er lítill bárujárnsklæddur burstabær í eigu Garðabæjar.   Krókur var endurbyggður úr torfbæ í nokkrum áföngum á fyrri hluta 20. aldar og er elsti hlutinn frá 1923. 

Opið er í Króki kl. 13-17 alla sunnudaga í sumar og ókeypis inn.

Lesa meira
Jónsmessugleði Grósku

12. júl. 2018 : Jónsmessugleðin haldin í tíunda sinn

Jónsmessugleði Grósku var haldin í tíunda sinn fimmtudagskvöldið 21. júní sl. á göngustígnum við strandlengjuna í Sjálandi.

Lesa meira
Skipulagssvæðið

6. júl. 2018 : Kynningarfundur um skipulagsmál

Þann 27. júní sl. var haldinn íbúafundur í Flataskóla þar sem tillögur að skipulagsáætlunum í Vífilsstaðalandi voru kynntar.

Lesa meira
Hundabann hefur verið framlengt

5. júl. 2018 : Hundabann framlengt

Hundum er bannaður aðgangur í friðlandi Vífilsstaðavatns yfir varptímann tímabilið 15. apríl til 1. júlí. Ákveðið hefur verið að framlengja hundabannið til 1. ágúst nk. vegna seinkunar á varpi hjá flórgoða og öðrum fuglum við vatnið.

Lesa meira