20. júl. 2018

Föstudagsföndur í bókasafninu

Bókasafn Garðabæjar hefur í sumar boðið upp á föstudagsföndur fyrir börn í safninu á Garðatorgi frá kl. 10-12.  

  • Skiptibókamarkaður í bókasafninu
    Skiptibókamarkaður í bókasafninu

Bókasafn Garðabæjar hefur í sumar boðið upp á föstudagsföndur fyrir börn í safninu á Garðatorgi frá kl. 10-12.  Föstudagsföndrið hefur verið af margvíslegum toga s.s. listasmiðja þar sem hægt var að búa til fána, límmiðasmiðja, origami- bókamerki búin til, skiptibókamarkaður,  og bækur búnar til.  Næstu föstudaga verður boðið upp á m.a. goggafjör, perlugerð, mandalakrítarlistaverkagerð og andlitsmálun í bókasafninu.  

Á hverjum föstudegi hefur einnig lestrarhestur vikunnar verið dreginn út en það er sá eða sú einstaklingur sem hefur lesið mest í hverri viku í sumarlestrarátaki bókasafnsins fyrir grunnskólanemendur.  

Sjá nánari upplýsingar um sumarstarf bókasafnsins á vefsíðu safnsins.   Einnig heldur safnið úti fésbókarsíðu þar sem fylgjast má með starfinu