Fréttir: janúar 2022
Fyrirsagnalisti
Gul veðurviðvörun frá 13-15 í dag mánudag
GUL VIÐVÖRUN, YELLOW WARNING, STOPIEŃ ZAGROŻENIA 1 (ŻÓŁTY ALERT) Gul veðurviðvörun er í gildi í dag mánudag 31. janúar frá kl 13:00 til 15:00. Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í eða úr skóla eða frístundastarfi.
Lesa meiraCOVID-19: Umtalsverðar tilslakanir innanlandstakmarkana frá og með 29. janúar
Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns, nándarregla verður 1 metri, krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur um tvær klukkustundir. Heimilt verður að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Lesa meiraÍbúafundur um deiliskipulag íbúðabyggðar við Víðiholt og deiliskipulag hesthúsabyggðar á Álftanesi
Nýr tími fyrir kynningarfund um deiliskipulagstillögurnar verður föstudaginn 4. febrúar nk. kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn í Sveinatungu á Garðatorgi og jafnframt í beinni útsendingu á fésbókarsíðu Garðabæjar.
Lesa meiraCOVID-19: Slakað á reglum um sóttkví
Breytingar á reglum um sóttkví taka gildi á miðnætti þriðjudaginn 25. janúar.
Lesa meiraAppelsínugul veðurviðvörun 25. janúar frá 12-16
Appelsínu gul veðurviðvörun er í gildi í dag þriðjudaginn 25. janúar kl. 12-16 á höfuðborgarsvæðinu. Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi. Við appelsínugula veðurviðvörun er meiri þörf á að fylgja börnum úr skólanum
Lesa meiraTekjutengdur afsláttur af gjöldum fyrir barnafjölskyldur
Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi sínum 20. janúar sl. nýjar reglur um tekjutengingu afsláttar af leikskólagjöldum, gjöldum frístundaheimila og gjöldum til dagforeldra. Reglurnar eru settar til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur með það að markmiði að bæta kjör fjölskyldna.
Lesa meiraSafnanótt og Sundlauganótt aflýst
Stjórn Vetrarhátíðar höfuðborgarsvæðis hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa Safnanótt sem og Sundlauganótt sem átti að fara fram dagana 3. -7. febrúar nk. Dagskrá í söfnum á höfuðborgarsvæðinu fellur niður vegna heimsfaraldursins.
Lesa meiraNýja fjölnota íþróttahúsið í Garðabæ heitir Miðgarður
Nýtt fjölnota íþróttahús sem er staðsett í Vetrarmýri í Garðabæ mun bera heitið Miðgarður.
Lesa meiraCOVID-19: Almennar samkomutakmarkanir hertar á miðnætti
Almennar samkomutakmarkanir verða 10 manns, heimild til aukins fjölda fólks á viðburðum með hraðprófum fellur brott, hámarksfjöldi í verslunum verður 200 manns og skemmtistöðum, krám og spilakössum verður lokað.
Lesa meiraSamstarfssamningur við Golfklúbbinn Odd
Á dögunum gerðu Golfklúbburinn Oddur og Garðabær með sér samstarfssamning um að efla barna og unglingastarf í golfi í Garðabæ.
Lesa meiraGul veðurviðvörun 12.-13. janúar
Gul viðvörun er í dag vegna veðurs miðvikudag 12. janúar frá kl 12:00 til kl.21:00. Aftur er svo gul viðvörun fimmtudaginn 13. janúar frá kl. 06:00 - 12:00. Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í eða úr skóla eða frístundastarfi.
Lesa meiraCOVID-19: Gildandi takmarkanir innanlands framlengdar til 2. febrúar
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreyttar gildandi takmarkanir á samkomum innanlands til og með 2. febrúar næstkomandi.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða