Fréttir: janúar 2022 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Nýtt strætóskýli í Sjálandshverfi

11. jan. 2022 Stjórnsýsla : Tilkynning til notenda akstursþjónustu um öryggisbrest í kerfum Strætó

Líkt og komið hefur fram í fréttum varð Strætó fyrir fjandsamlegri netárás frá erlendum árásaraðilum í lok desember sem náðu að brjóta sér leið inn í kerfi Strætó og afrita gögn og upplýsingar sem þar eru að finna.

Lesa meira
Andrea Pétursdóttir fyrirliði kvennaliðs Stjörnunnar í hópfimleikum

11. jan. 2022 : Lið og þjálfarar ársins 2021

Lið ársins 2021 í Garðabæ er kvennalið meistaraflokks Stjörnunnar í hópfimleikum og þjálfarar ársins 2021 voru þau Óskar Þorsteinsson körfuboltaþjálfari hjá Stjörnunni og Una Brá Jónsdóttir fimleikaþjálfari hjá Stjörnunni.

Lesa meira
Íþróttamenn Garðabæjar 2021

10. jan. 2022 : Íþróttamenn Garðabæjar 2021 eru Helgi Laxdal Aðalgeirsson og Kolbrún Þöll Þorradóttir

Íþróttamenn Garðabæjar árið 2021 eru Helgi Laxdal Aðalgeirsson hópfimleikamaður í Stjörnunni og Kolbrún Þöll Þorradóttir hópfimleikakona í Stjörnunni. Tilkynnt var um kjör þeirra sunnudaginn 9. janúar sl. í útsendingu á vef Garðabæjar.

Lesa meira

10. jan. 2022 : Sorphirðudagatal - auðveldara aðgengi að upplýsingum um næstu losun á sorp- og pappírstunnum

Á vef Garðabæjar er nú hægt að slá inn götuheiti og sjá á einfaldan hátt hvenær næsta sorp- eða pappírshirðing er í götunni.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog

10. jan. 2022 Almannavarnir Covid–19 Stjórnsýsla : COVID-19: Breyttar reglur um sóttkví

Heilbrigðisráðherra hefur breytt reglum um sóttkví í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Breytingarnar byggja á faglegu mati og góðri bólusetningarstöðu þjóðarinnar

Lesa meira
Merki íþróttahátíðar Garðabæjar

7. jan. 2022 : Íþróttahátíð Garðabæjar verður sýnd á netinu sunnudaginn 9. janúar

Kjöri íþróttamanna ársins í Garðabæ verður lýst í útsendingu á vefnum sunnudaginn 9. janúar kl. 14. Þá verður einnig tilkynnt um val á „liði ársins“ og „þjálfurum ársins“ auk heiðursviðurkenninga vegna starfa að íþrótta- og æskulýðsmálum.

Lesa meira
Víðiholt deiliskipulag

7. jan. 2022 : Íbúafundur um deiliskipulag íbúðabyggðar við Víðiholt og deiliskipulag hesthúsabyggðar á Álftanesi

Kynningarfundur um deiliskipulagstillögurnar  sem átti að halda 13. janúar verður haldinn fimmtudaginn 27. janúar nk. kl. 17-18:30.  Nánar verður tilkynnt um staðsetningu og fundarform þegar fyrir liggur hvernig samkomutakmarkanir verða á þeim tíma.

Lesa meira
Jólatré hirt í Garðabæ

3. jan. 2022 Umhverfið : Jólatré hirt 7.-8. janúar

Jólatré verða hirt í Garðabæ 7.-8. janúar nk. Íbúar sem ætla að nýta sér þjónustuna eru beðnir um að ganga frá trénum út fyrir lóðamörk þannig að þau geti ekki fokið.

Lesa meira
Síða 2 af 2