Fréttir: júlí 2021
Fyrirsagnalisti

Út að ganga með Wapp-inu
Í Garðabæ eru margar skemmtilegar gönguleiðir bæði í þéttbýli sem og utan. Undanfarin ár hafa Garðabær og Wapp (Walking app) verið í samstarfi um birtingu gönguleiða eða svokallaðra söguleiða auk hreyfileiða, þ.e. hjóla- og hlaupaleiða, í Garðabæ í leiðsagnarappinu Wappinu.
Lesa meira
Fjölbreyttar sýningar í Hönnunarsafninu
Í Hönnunarsafni Íslands eru margar fjölbreyttar sýningar í sýningarsölum safnsins.
Lesa meira
COVID-19: Samkomutakmarkanir frá og með sunnudeginum 25. júlí
Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 200 og nálægðarregla tekin upp þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi sunnudaginn 25. júlí.
Lesa meira
18 þúsund íbúar í Garðabæ
Íbúafjöldi í Garðabæ er kominn yfir 18 þúsund en skv. tölum frá Þjóðskrá voru íbúar í bænum 18 042 talsins 1. júlí sl. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Garðabæ á síðustu misserum og íbúum fjölgað í nýjum sem og eldri hverfum bæjarins.
Lesa meira
Listasmiðjur fyrir börn í Hönnunarsafninu
Í sumar hefur verið boðið upp á fjölbreyttar listasmiðjur fyrir börn í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg. Smiðjurnar fara fram á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 14-16 og síðustu smiðjur sumarsins verða 26. og 27. júlí nk.
Lesa meira
Góð nágrannavarsla er mikilvæg
Núna þegar sumarfrí eru í hámarki er rétt að minna á gagnsemi nágrannavörslu. Samvinna íbúa og nágranna skiptir þar miklu máli.
Lesa meira
Fjölbreytt sumardagskrá bókasafnsins
Það sem af er sumri hefur verið fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í Bókasafni Garðabæjar og áfram verða fastir viðburðir sem hægt er að sækja heim. Þriðjudagsleikar, föstudagssmiðjur og sumarlestur eru meðal viðburða safnsins.
Lesa meira
Tilraunagleði og sköpunarkraftur á lokahátíð Skapandi sumarstarfa
Tilraunagleði og sköpunarkraftur einkenndi lokaviðburð Skapandi sumarstarfa sem fór fram á Garðatorgi fimmtudaginn 15. júlí sl. að lokinni 7 vikna sumarvinnu.
Lesa meira
Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur v/Covid - frestur til 31. júlí
Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er allt að 45.000 kr fyrir hvert barn. Frestur til að sækja um hefur verið framlengdur til 31. júlí nk.
Lesa meira
Leikskólinn Mánahvoll tekur til starfa í haust
Í Garðabæ hefur börnum á leikskólaaldri fjölgað með stækkandi bæjarfélagi og stórum árgangi sem er að hefja leikskólagöngu sína í haust. Vegna þessarar fjölgunar leikskólabarna í bænum er stefnt að því að opna nýjan leikskóla í Garðabæ, ungbarnaleikskólann Mánahvol, í haust.
Lesa meira
Opið alla sunnudaga í Króki í sumar
Eins og fyrri ár er hægt að heimsækja burstabæinn Krók á Garðaholti á sunnudögum í sumar. Krókur er opinn alla sunnudaga fram í lok ágúst frá kl. 12-17 og aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Bókasafn Garðabæjar tekur upp stafrænt bókasafnsskírteini
Nú þarf þarf enginn að hafa af því áhyggjur af að gleyma bókasafnsskírteininu heima ef að síminn er með í för. Bókasafn Garðabæjar býður nú gestum sínum að umbreyta plastskírteininu í stafræna mynd sem er geymd í veskisappi í snjallsímanum.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða