22. júl. 2021

18 þúsund íbúar í Garðabæ

Íbúafjöldi í Garðabæ er kominn yfir 18 þúsund en skv. tölum frá Þjóðskrá voru íbúar í bænum 18 042 talsins 1. júlí sl. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Garðabæ á síðustu misserum og íbúum fjölgað í nýjum sem og eldri hverfum bæjarins. 

  • Aðkomutákn Garðabæjar

Íbúafjöldi í Garðabæ er kominn yfir 18 þúsund en skv. tölum frá Þjóðskrá voru íbúar í bænum 18 042 talsins 1. júlí sl.  Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Garðabæ á síðustu misserum og íbúum fjölgað í nýjum sem og eldri hverfum bæjarins. 

Frá 1. desember sl. til 1. júlí á þessu ári hefur íbúum bæjarins fjölgað um 374 eða um 2,1% sem er næst mesta fjölgun hlutfallslega á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu á eftir Mosfellsbæ þar sem hlutfallsleg fjölgun var 2,4%. 

Tölulegar upplýsingar um íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu má sjá í frétt hér á vef Þjóðskrár en þar kemur fram að íbúum fjölgaði í öllum landshlutum.